Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 63
Erling Ólafsson
Tjamaklukkan á Hálsum
við Djúpavog
Blað hefur verið brotið í sögu nátt-
úruvemdar á íslandi. í fyrsta skipti
hefur búsvæði smádýrs verið friðlýst
og þar með verið fýlgt í fótspor nágrannaþjóða
í friðlýsingamálum. Til þessa hefur einungis
verið horft til stærri og kunnuglegri lífvera
þegar tegundir hafa verið verndaðar sam-
kvæmt lögum. Friðlýsing búsvæðis vatna-
bjöllunnar tjarnaklukku (Agabus uliginosus)
var staðfest þann 10. febrúar 2011 er Svandís
Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Gauti
Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps,
undirrituðu skjöl þar að lútandi í Löngubúð
á Djúpavogi.
I tillögum Náttúrufræðistofnunar Islands
vegna náttúruverndaráætlunar 2009-2013
var í fýrsta skipti lagt til að vernda tegundir
smádýra hér á landi. Tjamaklukkan á Hálsum
við Djúpavog var ein þriggja tegunda sem til-
greindar voru (María Harðardóttir o.fl. 2008).
Því ferli hefur nú verið lokið.
Tjarnaklukkan á Hálsum
hað er athyglisvert að hérlendis hefur tjarna-
klukka hvergi fundist nema á Hálsum yst á
nesinu sem aðskilur Hamarsfjörð og Beru-
fjörð, skammt vestan byggðar í Djúpavogi,
í um 160 m hæð yfir sjávarmáli. Þar dafnar
hún vel í grunnum og lífríkum tjömum og
pollum ásamt öðrum tegundum vatnabjallna,
þ.e. brunnklukku (Agabus bipustulatus),
fjallaklukku (Colymbetes dolabratus) og
lækjaklukku (Hydroporus nigrita). Það er
Ijóst að tjamaklukka er hér á nyrstu mörkum
útbreiðslu sinnar. I Evrópu nær hún til syðstu
héraða Noregs og Finnlands. Hún fínnst ekki
vestan Atlantsála og eru Hálsar því vestasti
fundarstaður tegundarinnar í heiminum.
Annars finnst hún suður að Miðjarðarhafi
og austur í miðbik Síberíu (Nilsson & Holmen
1995).
Tjarnaklukka staðfest árið 1935
Tilvist tjamaklukku á Hálsum var fyrst stað-
fest árið 1935, þegar skordýrasafnaranum Geir
Gígja var vísað á staðinn (Larsson & Geir
Gígja 1959). Heimamenn höfðu orðið varir
við óvenju litlar brunnklukkur í tjörnum þar
uppi á hálsinum. Næst var hugað að tjama-
klukkunum í september 1970, er Hálfdán
Bjömsson, bóndi og náttúrufræðingur á Kví-
skerjum í Öræfum, gerði sér ferð þangað.
Hann sá að tegundin var þar enn til staðar.
Hálfdán mætti enn á staðinn í júní 1990, ásamt
höfundi þessarar greinar og Ara Guðjóns-
syni, heimamanni á Djúpavogi. Tjamaklukkur
61