Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 69

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 69
Lögmannshraun - þingstaður eða þúfnakollar? þetta væri tilvalinn þingstaður frá náttúrunnar hendi eins og þeir gerðust bestir á sinni tíð með alvöru „lögbergi“. Fór svo að ég gaf mér tíma til að grand- skoða svæðið og ekki er að sökum að spyrja að fleira kom í ljós. Skammt utan við „lög- bergið“ er djúp geil eða skorningur, gróin og slétt í botninn með mannhæðarháa bakka á báðar hendur. Lengdin er á að giska 16 metrar og útlit fyrir að ytri helmingurinn (8 til 9 metrar) hafi verið einhverskonar afdrep. Breidd í botninum er u.þ.b. 3 metrar og hefur jafnvel verið meiri þar sem jarðvegur gæti hafa sigið ofan í skominginn beggja megin. Þó er möguleiki að setstallar hafi verið með veggjum frá upphafi. Ekkert bendir til að leysingavatn hafi grafíð þessa geil, en miklu líklegra að hún sé manngerð og líklegt að þarna hafí verið tjaldað yfír á trégrind t.d. til að fá afdrep „ef veður er ósvást úti“3 og er þá beint aðgengi frá áheyrendabrekkunni inn í tóftina. Þá fann ég einnig sérkennilega sporöskju- laga tóft í brekkunni sunnan undir hrauns- endanum steinsnar frá meintum þingstað, um 5x7 m mæld á ystu brúnir. Tóftin er í nokkrum bratta og þokkalegu skjóli fyrir norðanáttinni. Henni virðist valinn staður með þörftil útsýnis, orðin ákaflega sigin. Frá henni sést vel til sólaráttanna þriggja og alls næsta nágrennis en kletturinn skyggir á sýn til norðurs. Þaðan er gott útsýni til Austurijalla, sem og norður til Hlíðarljalla og inn í Mið- Tungu allt inn á Lágheiði með Rangárhnjúk í baksýn, enda er Lögmannshraun með hærri höfðum á þessu svæði. Ekki mótar greinilega fyrir veggjum á tóft þessari en þó er hvilft í miðju hennar. Greinilegt er að töluverðum jarðvegi hefur verið varpað í þetta mannvirki og dettur manni jafnvel í hug haugur látins Heimilt var skv. Grágás að segja upp lög undir þaki ef veður var óblítt. Venjubundnir staðir voru Lögberg eða lögrétta; sjá útgáfu Máls og menningar af Grágás frá 1992, bls. 465. höfðingja. í dældinni suðaustur af þessari þúst virðist vera tóft með bálki í miðju og grópir líkar stoðarholum. Þaðan má merkja götur yfír á vestara svæðið. Suður af henni og fast við þjóðveginn markar fyrir fleiri tóftum en erfitt að átta sig á lagi þeirra. Mögulegt er að eitthvað af garðlögum hafi lent undir þjóð- veginn sem þama liggur þvert yfir Tunguna. Sunnan við þjóðveginn, austanvert í ásnum, eru nokkrar þústir sem líkjast húsatóftum en verður ekki nánar lýst hér. Ofan af hrauninu sjálfu er afar víðsýnt. Opnast þar sýn til norðurs, út eftir Þórisási með Kollumúlann í bakgmnni og vestur til Jökulsár. Á hrauninu em þrjár vörður og ein þeirra stærst og mest. Hún er hlaðin á hæstu klöppinni og situr þar á jarðvegstodda þótt öll jörð sé að mestu burtu blásin að öðru leyti; greinilega elsta varðan. Önnur varðan er spöl utar og laglega hlaðin úr smáu grjóti og bera skófír vitni um þó nokkurn aldur. Þriðja varðan er lítil ólöguleg hrúka innarlega á hrauninu og nýlegri að sjá. I lægðinni suður frá ræðustallinum og áheyrendabrekkunni, sem ég gat um áður, vöktu athygli mína þrír sléttir flákar nokkurn veginn hver fram af öðrum innan um allt þúfnakraðakið; eins konar reitir og frá þeim öllum liggja sléttar brautir til suðurs. Þessar sléttu brautir ætlaði ég að nýta mér í slóða- gerðinni áður en ég tók eftir því að þeir gátu tæpast verið náttúrusmíð. Ysti reiturinn er sex metra suðaustur af hringnum fyrmefnda og mældist u.þ.b. 7x9 m að flatarmáli. Frá honum liggur slétt braut inn á miðjureitinn sem er þvert á hina og óreglulegri að lögun en u.þ.b. 8x11 m. Fremsti reiturinn er stakur og u.þ.b. 5x14 m að flatarmáli og er líklegastur þeirra þriggja til að hafa mögulega getað verið skepnuáheldi, t.d. hestarétt. Reitirnir hafa að öllum líkindum myndast við torftöku en varð- andi hvernig þeir hafa nýst m.t.t. þinghalds má t.d. hugsa sér einhverskonar almennt svæði til sérstakra athafna eða leika. 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.