Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 73
Lögmannshraun - þingstaður eða þúfnakollar?
Kirkjubœr í Hróarstungu. Kirkjustaður og prestssetur (beneficium) frá fornu fari og núverandi heimili greinar-
höfundar. Ljósmynd: Baldur Grétarsson, 2006.
í miðju landnáminu sem næst heimkynnum
sínum.
Sagnir eru um höfðingjann Hróar Tungu-
goða sem skv. Fljótsdœht bjó að Hofi í Hróars-
tungu. Halldór Stefánsson hefur fært að því
rök í fyrmefndum skrifum að umrætt Hof
hljóti að hafa verið þar sem Kirkjubær er nú,
en nafn staðarins síðan breyst við kristnitöku,
og að Hofi hafi fyrsti landnámsmaður búið
og heitið á Þór.12
Þórsdýrkun
Sennilegt er að þrumuguðinn Þór hafí verið
blótaður í Tungu til forna. Um það vitna
nokkur örnefni á þessu svæði s.s. Þórisás,
Þórisvatn, Þórisstaðir, Þórishellir og Þor-
steinsgerði. Nöfn landnámsmannsins Þórðar
Þórólfssonar og ættmenna hans skv. Larid-
námu eru auk heldur varla tilviljun. Þórður
var sonur Þórólfs hálma. Sonur Þórðar var
Þórólíur hálmi yngri. Hans son var Þórður
þvari faðir Þórodds. Þórs-forskeytið í ætt
þessari bendir til Þórsdýrkunar og hafi þeir
búið í miðju landnáminu gengur kenning
Halldórs ágætlega upp.
Ef hugað er að þeirri staðreynd að snemma
eftir landnám virðist byggð orðin þétt í Tungu-
löndum m.t.t. fjölda búsetumenja og garðlaga,
þá hafa menn þurft á skipulagi og reglum að
halda. Kirkjubær ogjarðir honum tilheyrandi
voru sjö talsins13 utan fjölda menja um svipuð
býli í löndum nærliggjandi jarða, sem í dag
eru tóftir einar með garðlögum í kring. Það er
því augljóst að byggðin í Tungu hefur verið
allþétt tiltölulega snemma; um það vitnar
sjáanlegur aldur flestra þessara rústa. I ein-
hverjum tilfellum hafa þær verið endurnýttar
á síðari öldum sem peningshús eftir að fastri
búsetu lauk. Menjarnar um þessa þéttu byggð
styðja enn frekar þá staðreynd að hagkvæmt
hefur verið að hafa aðstöðu til þinga mið-
svæðis og eðlilegt er að álíta að valdhafmn
hafí búið þar í grennd.
Halldór Stefánsson: „Landnám í Austfíröingafjórðungi.“/íw5/w/--
land, safn austfirskra frœða II, bls. 44.
Halldór Stefánsson: „Fom býli og eyðibýli í Múlasýslum".
Múlaþing, rit Sögufélags Austurlands 5. bindi, bls. 178.
71