Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Qupperneq 74

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Qupperneq 74
Múlaþing Þegar mæld er á korti bein lína utan frá sjó við Héraðsflóa og inn að Rangárhnúk, sem ætla má að hafi varðað innri mörk land- námsins, verður Lögmannshraun á miðri leið og einnig nálægt því að vera miðju vegar milli fljóta en er þó litlu nær Lagarfljóti. Lög- mannshraunið er hæsti höfðinn á innri enda Þórisássins sem er einskonar miðjustykki í Tungunni á þessu svæði. Þórisás er stór og víðfeðmur ás í landi Kirkjubæjar eins og fyrr getur. A honum eru ótal holt og skógarásar með mýrarsundum og tjömum á milli. Lögmannshraun er eitt þeirra kennileita sem Þórisás fóstrar. Það rís upp af tiltölulega flötum ásnum framanverðum skammt austur af fremri enda Þórisvatnsins, sem er langt vatn og liggur samsíða ásnum vestanverðum og langt út með honum. Þórisstaðir eru fomt býli í vestanverðum Þórisási á móts við útenda vatnsins. Þóris- staðir vom í seinni tíð notaðir sem beitarhús og þá gjaman kölluð Þórishús. Þórishellis er getið í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Segir þar frá tröllkarli sem Þórir hét og skessu hans er bjuggu í Þóris- helli norðan í Litlu-Skerslum. Þau stunduðu veiðar í Þórisvatni en lögðust einnig á fólk og fénað í nágrenninu. Endalok þeirra urðu eins og trölla var gjamt að þau steinrunnu á Þórisásnum eftir annasama nótt og standa þar föst enn í dag.14 Þorsteinsgerði er gamalt fombýli í landi Kirkjubæjar út á milli Kirkjubæjar og Gunn- hildargerðis. Tættumar era á fallegum hól með miklum torfgarði umhverfis. Þar vora beitarhús í seinni tíð langt fram á síðustu öld. Frá Þorsteinsgerði er fagurt útsýni til Dyrfjalla og inn til Héraðsins. Fagradalsmyndin, sem ætíð vekur eftirtekt af Ut-Héraði, nýtur sín á einstakan hátt frá Þorsteinsgerði litið, þar sem Gagnheiðarhnúkurinn inn af Fáskrúðsfirði virðist loka botni dalsins fyrir miðju. Frá Þor- 14 Sigfús Sigfússon: Islenskarþjóðsögur ogsagnir III, bls. 294-295. steinsgerði virðist myndin svo nákvæmlega rétt að ef gengið er svolítinn spöl byrjar hún fljótt að skekkjast. Eitt sinn var ég staddur á Þorsteinsgerði á vetrarsólstöðum í glansbjörtu veðri og var sólin þá að renna sér yfir Fagradalinn á leið sinni til vesturs. Fylgdist ég með ferð hennar um stund og tók eftir því að þegar hún fór yfir Gagnheiðarhnúkinn, fyrir miðjum Fagradal, sleikti hún á honum toppinn. Eg var svo heppinn að hafa sólgleraugu meðferðis og er þetta mér ógleymanleg sjón. Hugsaði ég að varla hefði Þorsteinsgerði verið valinn staður af tilviljun með slíkt töfraspil í sjón- máli. Ahugavert hefur verið fyrir átrúendur hins heiðna siðar að fylgjast með sólinni frá þessu sjónarhorni og sjá þegar hún tók að fjar- lægjast tindinn á ný og lofa nýju ári með birtu og bjargræði, og ekki er ósennilegt að þarna hafi verið blótað í tilefni af endurkomunni. Þess má geta að ef dregin er lína á korti milli Þorsteinsgerðis og Gagnheiðarhnjúks- ins koma inn þrír sögustaðir Droplaugar- sona sögu þ.e. Eiðar, Mýnes og Kálfhóll á Eyvindardal. Þessir þrír staðir era nokkuð ráðandi í lífí þeirra bræðra Gríms og Helga Droplaugarsona skv. sögunni. Þar kemur til vopnaviðskipta sem miklu ráða um örlög þeirra. I Mýnesi drepa þeir Þorgrím tor- dýfil. Við Kálfhól berjast þeir við lið Helga Ásbjamarsonar, Helgi Droplaugarson fellur en Grímur liggur sár eftir. Á Eiðum hefnir Grímur Helga bróður síns og vegur Helga Ásbjamarson. Ef línan er lengd til norðurs sker hún landsendann við Fagradal í Vopnafírði og endar á Fonti á Langanesi. Sé hún lengd til suðurs liggja við hana ömefnin Hróarsdalur og Þóris-/Þórasijall í nágrenni Þorvalds- staða í Breiðdal en línan sker síðan norður- strönd Beraijarðar nálægt Gautavík þar sem Fljótsdœla segir að Þiðrandi erfmgi Hróars Tungugoða hafi ráðið sig í skip til utanfarar. Línan hittir að lokum beint á hina nafnkunnu 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.