Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 76
Múlaþing lækur við suðurmörk Kirkjubæjarlands. Þessi kennileiti eru í nágrenni Lögmannshrauns, á að giska í eins km ijarlægð. Búðarvatnið er vestan við áðumefndan Búðarás og utan við vatnsendann er Búðarengi og þar rennur sam- nefndur lækur úr vatninu sína leið til Lagar- fljóts. Brennutangi nefnist tangi sem skagar út í vatnið nálægt upptökum lækjarins. I skrá Örnefnastofnunar um örnefni Kirkjubæjar, skráðri af Eiríki Eiríkssyni, segir um þetta svæði: „Eins og getið var áður, heitir Búðarvatn á suðurmörkum Kirkjubœjarlands, þar sem Búðarlækurinn á upptök sín. Þetta er stórt vatn, en grunnt, og er að grynnast. Þar var áður silungur, en nú er það orðið of grunnt fyrir hann. Við það að vatnið grynnist, mynd- ast engjarœma, sem heitir Búðarengi (55), einnig kallað Ofœrur (56). Nœst vatninu var þar ágœtt rauðbreyskingsengi (ófærurnar), en varð að draga eða bera heyið upp úr ófær- unum, ómögulegt að koma þar við hestum. Engið var aðeins næst vatninu, en varð ónýtt, þegar það þornaði. Var flóinn þarna í kring einu nafni nefndur Búðarvatnsblá (57). “17 Svæðið utan Búðarvatns hef ég skoðað með tilliti til þinghaldskenningar en ekki fundið neitt sem bendir óyggjandi til þing- staðar. I Búðarengi eru sýnileg tvö tóftastæði en í nokkurri fjarlægð hvort frá öðru. Ein tóftin er á lítilli hólbungu fyrir miðju vatni og hefur allt útlit fyrir að vera myndarleg heytóft. Hinar tóftirnar er á klettaholti austur við lækinn og minna um margt á heytættur. Austan við vatnsendann, utarlega á Búðar- ásnum, er fombýlið Helgustaðir, n.t. í landi Litla-Steinsvaðs skammt sunnan marka við Kirkjubæ. I seinni tíð vom beitarhús á Helgu- stöðum. Þegar jarðýtur komu til sögunnar var gerð túnslétta þar við beitarhúsin og ekki 17 Ömefnaskrá Kirkjubæjar í Hróarstungu, bls. 6. (Eiríkur Eiríksson skráði 1970 [upp úr skrá Ara Gíslasonar frá 1962]. Ömefnastofnun Islands.) ósennilegt að við þær aðgerðir hafi glatast menjar. Frá Helgustöðum er bein sjónlína til Lögmannshrauns yfir Búðarengið og varla meira en hálfrar klukkustundar gangur yfir blána og upp á ásinn. Ekki er ólíklegt að þessir staðir tengist þinghaldi í landnámi Þórðar. Lögmannshraun stendur hátt og víðsýnt er til flestra átta eins og áður sagði. Auðvelt hefur verið að setja þar upp sjáanlegt merki til að boða þingfund ef þingmenn dvöldu á nærliggjandi bæjum. Fræðimaðurinn Halldór Stefánsson getur um það í II. bindi fræðasafnsins Austurland, í kafla undir heitinu „Lögþing og forráðsgoðar“ að ekki hafi allsstaðar verið þörf á eiginlegum þingbúðum. Hann ritar: ,,Þeir kunnir þingstaðir í fjórðungnum, sem íþessu yfirliti eru ótaldir sem lögþings- staðir og fjórðungsþingstaður, hljóta eftir þjóðveldisstofnunina, jafnt sem fyrir hana, að hafa verið aðeins einkaþingstaðir þeirra höfðingja oggoða, sem fyrir þeim réðu í hvert sinn. Þessir þingstaðir hafa eftir sem áður verið, eða getað verið, samkomustaðir for- ráðsmannanna til að skipa til um hrein innan- goðorðsmál og sveitarstjórnarmál. Slíkir þingstaðir eða samkomustaðir gátu verið fleiri, en kunnugt er um. Þar sem þingháarnar voru svo litlar, að þingsœkjendurþurftu ekki að hafast við um nœtursakir á þingstaðnum, erþess ekki að vœnta að fundist hafi neinar búðatœttur eða aðrar þingstaðarmenjar; þær hafa engar verið.“n Vel má vera að staðurinn við Lögmanns- hraun hafi verið brúkaður áfram sem fundar- staður eftir stofnun þjóðríkis með breyttu sniði. Má hugsa sér að vist í búðum hafi aflagst, sem og blótsiðir heiðninnar, en skjólið og aðstaðan þótt hentug til mannþinga. 18 Halldór Stefánsson: „Goðorða- og þinga-skipun í Austfirðinga- fjórðungi“. Austurland, safn austfirskra frœða II, bls. 141-142. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.