Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 77
Minjamar milli vatna. Greinarhöfundur stendur á klettastallinum gegnt stœrstu tóftinni. I baksýn er sumarbústaðurinn
Lindarbœr ogsvæðið utan Búðarvatns. Ölvaldahlíð ber við himinfyrir miðri mynd. Ljósmynd: Alfgerður Malmquist
Baldursdóttir, 2011.
Minjarnar milli vatna
Utarlega, milli Búðarvatns áðurnefnda og
Mjóavatns (vestar), liggur forn og mikill
garður, einn margra samskonar garða sem
liggja um Hróarstungu þvera. Samkvæmt
landamerkjabréfúm liggja núverandi landa-
merki Kirkjubæjar og Lindarhóls eftir þessum
garði og hefur honum á sínum tíma verið valin
hentug leið yfir ásinn milli vatnanna. Garðar
sem þessi munu hafa verið vörslugarðar fyrir
búpening og einnig iðulega landamerkja-
garðar milli jarða. Urfremri Mjóavatnsenda
rennur lækur sem mætir Brekkulæk og saman
renna þeir niður í Búðavatn framanvert. Með
lækinn að framan og garðinn að utan myndast
stór hagi á bungunni milli vatnanna.19
Eitt sinn var ég að smala í þessum foma
haga meðfram Búðarvatni að vestan og
rakst þá á afar sérstætt mannvirki þar undir
brckkurótum.20 Var það sem næst hringlaga
upphækkaður flötur u.þ.b. átta til tíu metrar
í þvermál með öflugum garði í kring og einu
litlu skarði til norðvesturs. Þröngur skomingur
hefur verið milli hrings og garðs u.þ.b. mann-
gengur en varla mikið meira. Fannst mér með
ólíkindum ef slíkt mannvirki væri þama eitt
sér, ótengt öðrum þekktum búsetumenjum.
Seinna gerði ég mér ferð til að skoða
svæðið betur. Þetta land er í dag innan jarðar-
innar Lindarhóls sem er nýbýli frá Brekku,
stofnað 1950.
19 Bunga þessi er í beinu framhaldi af Þórisásnum og Lögmanns-
hrauni til suöurs. I ömefnaskrá Brekku og Lindarhóls er hún
nefnd „As“. Þar segir á bls. 3: ,^4ustan við Mjóavatn heitir As
(16).“ (Eiríkur Eiríksson 1970 [upp úr skrá Ara Gíslasonar frá
1962]. Ömefnastofnun Islands.)
20 Svo vill til að í ömefnaskrá Brekku og Lindarhóls er einnig
ömefnið Búðarvatnsblá eða Brekkublá yfír svæði vestan Búðar-
vatns fyrir miðju vatni. Þar segir á bls. 3: „Neðan við Asinn
meðfram Búðarvatni (23) (sjá landamerki) er blautt mýrarsvœði,
kallað Búðarvatnsblá (24) eða Brekkublá (25). Þar nœst vatninu
heita Ofærur (26). Ofan við blána, nálœgt landamörkum, heitir
Enni (27).“ (Eiríkur Eiríksson 1970, [upp úr skrá Ara Gíslasonar
frá 1962]. Ömefnastofnun Islands.)
75