Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 78

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 78
Múlaþing Minjarnar milli valna: Tóftir eru merktar meö grœnum lit. Rautt sýnir garðbrot oggryfjur. Gamli vörslugarðurinn (landamerkjagarðurinn) er auðkenndur með bláu svo og klettastallurinn. Mynd: Loftmyndir ehf. Rétt framan við garðinn áðurnefnda er sumarbústaður í landi Lindarhóls. Þangað var ég nú kominn til að litast um. I sundinu rétt framan við bústaðinn rakst ég á litla tóft og garð frá henni upp undir klettinn. Þar skammt frá var önnur mjög greinileg tóft um 4x11 m að flatarmáli, vönduð að sjá með gríðarþykkum veggjum miðað við stærð og sjáanlegar dyr á annarri langhliðinni við ytra horn til austurs. Vegna þykkra veggjanna virðist rými hafa verið takmarkað í því húsi, á að giska rúmur metri milli langveggja sem bendir til að þar hafí þurft að vera hlýtt innan dyra. Sex metrum þar framar er gryija á stærð við litla kolagröf. Þar litlu framar mótar fyrir 14 m langri byggingu og virðast þar vera stoðarholur innan veggja. Nokkurn veginn beint þar austur af, undir ásenda, er tóft af húsi eða rétt sem mældist 7x12 m að flatarmáli. I námunda við þessi mannvirki má merkja slétta reiti áþekka þeim sem ég áður lýsti við Lögmannshraun og færir að því sönnur að þeir muni til orðnir vegna torftöku. Ekki skýrðist myndin nægilega fyrir mér þótt ég fyndi þessar tóftir til viðbótar. Datt mér þá í hug að ganga upp á brún hjallans þar ofan við.21 Er þangað var komið fór að draga til tíðinda. Rakst ég þar strax á tóftaleifar sem tjölgaði ört við nánari skoðun svo ég trúði vart mínum eigin augum. Uppi á brúninni virðast vera leifar af 20 metra langri skálabyggingu og 6 metra breiðri. Virðist hún hafa verið tví- til þrískipt með útgangi á eystri langhlið nær útenda og er þar greinileg grylja austur frá dyrunum. Norður af þessu húsi eru menjar um annað gríðarstórt skipslaga hús u.þ.b. 23 metra á lengd og um 8 metra breitt um miðju. Á þessu húsi virðast hafa verið tveir útgangar á lang- hlið til austurs nær endunum. Austur af fremri dyrunum er djúp gryfja við klettastall sem er þar á hjallabrúninni og líkist helst vatns- brunni sökum dýptarinnar. Klettastallurinn er fyrir miðri hlið hússins gegnt dyrunum og skagar upp úr landinu. Við fremri enda þessa húss er líklega minna hús sem þó virðist 21 Þetta svæði mun vera „Enni“ sem getur um í ömefhaskrá Brekku og Lindarhóls þar sem segir á bls. 3: „Ofan við blána, nálœgt landamörkum, heitir Enni (27)“ (Eiríkur Eiríksson 1970, [upp úr skrá Ara Gíslasonar frá 1962]. Ömefnastofnun íslands.) 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.