Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 80
Múlaþing Ein tóftanna milli vatna. Sýn er til suðursyfir Búðarvatn framanvert. Enni til hœgri. Ljósmynd: Alfgerður Malm- quist Baldursdóttir, 2011. Þama var loksins komin ásættanleg skýr- ing á tóftunum neðan hjallans. Þær vom hluti af stærra býli sem leyndist þar ofar. Reyndar þóttu mér tættumar við Lögmannshraun svo- lítið einar á báti þangað til ég fann þessar. Við það fékkst mun eðlilegri tenging milli allra þessara fomminja þar sem Asinn á milli vatnanna er í beinu framhaldi af Þórisásnum til suðurs. Hver sem er gæti raunar gengið yfír þessar tóftir án þess að taka eftir þeim, svo vel falla þær orðið að umhverfinu sökum aldurs. Menjar þessar eru í um kílómetra fjarlægð frá Lögmannshrauni og minna um margt á þær fomleifar sem Daniel Bruun rannsakaði víða um land í kringum aldamótin 1900, m.a. á Hofsstöðum í Mývatnssveit, (sbr. Islenskt þjóðlíf íþúsimd ár, fyrra bindi). Ut frá þeirri ályktun minni að þama væri hugsanlega blóthof, fór ég að kanna betur svæðið neðan hjallans til að átta mig á hver aðkoman hefði verið að „hofínu“. Auðsætt var vegna „hofgarðsins“ að gestir hlytu að hafa komið neðan frá en þægileg leið er upp gróna skál sem er þar í hjallanum við fremri enda klettastallsins áðumefnda. Eftir nokkra skoðun þar í neðra sýndist mér móta fyrir tveimur garðbrotum út ffá garðstúfnum undir klettinum og tengjast þau gamla vörslugarð- inurn milli vatnanna sem getið var hér að ofan. Bilið milli garðanna er um 16 metrar og em sjáanleg hlið í báðum endum. Fremra hliðið er fast við litlu tóftina og slétt braut í gegn en ytra hliðið er í vörslugarðinum og greinilegar djúpar götur sem liggja þaðan til norðurs. Enda í milli mældist dilkur þessi um 60 til 70 metra langur og því nálægt 1000 fermetrar að flatarmáli. Þama virðist mér hafa verið hestarétt og má ætla að litlu tóftimar framan við réttina hafi þá nýst sem reiðtygjageymslur fyrir blótsgesti. Austur af sumarbústaðnum fyrrnefnda hefur verið girt af lítið svæði sem tilheyrir honum og þekur það mestan part þessarar meintu hestaréttar. Brekkuvegurinn svonefndi er fom reiðleið út og niður að Kirkjubæ og liggur einmitt í gegnum bæði þessi hlið. 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.