Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 82
Múlaþing „Móta sést jyrirgardiþessum norð-vestur yfir ásinn í tæftur við Mjóavatn, sem heita Ekra.“25 í ömefnaskrá Brekku og Lindarhóls segir einnig: „A ustan við Mjóavatn heitir As (16). Yst á Asnum heitir Ekra (17); þar eru gamlar rústir.“26 Slétti balinn við Ekruna er greinilega manngerður, a.m.k. 800 fermetrar að flatar- máli og erfitt að átta sig á því hvað orðið hefur um allt það torf sem þar hefur fallið til. Garðurinn virðist nánast enda áður en hann nær vatnsbakkanum og ekki hef ég getað greint neinar húsatóftir þarna nema hugsanlega litla kofatóft á bakkanum við vatnið. Einhverskonar hlið gæti hafa verið út af svæðinu á milli húskofans og garðsendans. Svo hagar til að klettarani er þar austan við vatnið og nær hann út undir garðinn á hæstu bungunni milli vatnanna, kippkom frá Ekrunni. Á hábungunni hefur garðurinn skyndilega verið sveigður út af klettendanum á skakk, út og niður að víkinni. Ef hross væru rekin úr haganum til áheldis í Ekru þess- ari, hefði klettraninn valdið erfíðleikum ef garðurinn sveigði ekki frá. Þess í stað mynd- ast tilvalin rekstrarsmuga sem stýra mundi hópnum yfír klettendann og rakleitt niður í hvamminn með garðinn á aðra hönd og vatnið á hina. Þetta er ákjósanleg aðstaða til aðhalds búpeningi þótt garðurinn eins og hann lítur út í dag haldi ekki að neinni skepnu, svo siginn og flatur sem hann er orðinn. Frá Lög- 25 Endurrit Landamerkjabókar Norður-Múlasýslu. „Landamerki Brekku og Brekkusels“ [I vörslu Sýslumannsembættisins á Seyðisfirði]. 26 Ömefnaskrá Brekku og Lindarhóls í Hróarstungu, bls. 3. (Eiríkur Eiríksson 1970 [upp úr skrá Ara Gíslasonar frá 1962]. Örnefna- stofnun íslands.) mannshrauni blasir Ekran við til suðurs, um tíu mínútna gang í burtu, undan brekkunni. Að lokum Eg sé fyrir mér þingslit á Þórisási. Það er áliðið dags og sólin sigin á vesturloftið. Síð- degisgolan er í rénun og veður hið blíðasta. Þrælar hlaupa til og reka hrossin úr haganum með háreysti og köllum. Þegar hestamir hafa verið tygjaðir kveðjast höldar með virktum og stíga á bak. Liðið grisjast og menn halda til síns heima í misstómm hópum eftir því hvernig leiðir fara saman. Húskarlar forráðs- goðans taka saman búnaðinn sem tilheyrir þinghaldinu og huga að heimferð, en hvert skal haldið? ...Til Fomustaða, Kirkjubæjar, Helgustaða,...? Þessi þrjú býli hafa fræðimenn helst tilnefnt sem líklegt aðsetur höfðingjanna tveggja, sem fáorðar sögumar bendla við Tunguna, þ.e. Þórðar landnámsmanns og Hróars Tungugoða. Eg tel jafnlíklegt að þeir hafí haldið inn á milli vatna að þeim stað sem ég áður lýsti. Sá sem þar byggði upp hefur gert það myndarlega og getað boðið til blóta að höfðingjasið; á því er lítill vafí. Fór staðurinn í eyði eftir fráfall Þiðranda? ... og gleymdist smám saman eftir að goðorðið féll úr ættinni ...?27 Spurningar hafa vaknað. Þeim verður ekki svarað nema af stað fari nákvæm rann- sóknarvinna. Sagan liggur í loftinu hvar sem farið er um landið. Ef þúfurnar gætu talað þyrftum við ekki að standa í grúski um fortíðina. Þær 27 í Fljótsdœla sögu segir frá því að Hróar Tungugoði, bamlaus maður á Hofi í Hróarstungu er átti mergð fjár, bauð til fósturs Þiðranda Geitissyni, Lýtingssonar í Krossavík, sem þá var sex vetra gamall, og hugðist gefa honum eftir sinn dag fé, staðfestu og ríki. Þiðrandi féll ungur í Njarðvík eystra er hann hugðist þiggja þar heimboð hjá frænda sínum, Katli þrym. Sá atburður féll Hróari svo þungt að hann lagðist í rekkju af harmi og dó af helstríði (Islendingasögur ogþœttir, I. bindi, bls. 677,700-707). 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.