Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 86
Múlaþing • Vefsvæði með upplýsingum um rannsóknatengt starf á Austurlandi, www.rannsoknatorg.is. Þar eru m.a. viðtöl við fólk sem vinnur að rannsókna- og fræðistörfum og listsköpun. Stefnt er að því að tengja listamenn og listsköpun með svipuðum hætti. • Þátttaka í árlegri vísindavöku RANNÍS í Reykjavík 2009 og 2010. Á árunum 2007 og 2008 var unnin könnun til að fá hugmynd um umfang rannsókna á Austur- landi. Svör fengust frá um 20 aðilum sem stunda rannsóknir á Austurlandi og upplýsingar um á annað hundrað rannsóknaverkefni sem voru í vinnslu eða nýlokið. Árið 2008 hófst einnig vinna við Rannsóknabókasafn Austurlands. Það er sameinað saíh nokkurra stoínana á Austurlandi og er skráð í Gegni undir heitinu Þekkingarnet Austurlands. Alls eru 8 þekkingarstofnanir á Austurlandi í samstarfí um rannsóknabókasafnið. Hver stofnun er sjálfstæð safndeild og eintökin sem koma fram við leit í Gegni eru staðsett í húsnæði stofnananna. Það er mismunandi hvort stofnanimar lána út eintök og þarf að hafa samband við viðkomandi stofnun vegna þess. Þekkingametið ákvað að stefna að því að halda a.m.k. eina ráðstefnu árlega, til að vekja athygli á rannsóknum og þekkingarstarfi á Austurlandi. Fyrsta ráðstefnan sem kölluð var rannsóknaþing var haldin árið 2008 á Eskifírði og 2009 var haldið rannsóknaþing á Skriðu- klaustri. Árið 2010 var haldin annars konar þekkingarráðstefna um netháskóla á Reyðarfirði. Á rannsóknaþingi 2008 var m.a. ályktað um Rannsóknasjóð Austurlands þ.e. mikilvægi þess að koma á sérstökum sjóði til að styrkja rannsóknir á Austurlandi. Þekkingarnetið setti sérstakan starfshóp í verkefnið skipaðan fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga og þekkingarsetra. Starfshópurinn vann drög að skipulagi slíks sjóðs og kynnti hugmyndina fyrir Samtökum atvinnulífsins, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, ráðuneytum, þingmönnum og fleiri aðilum. Hugmyndin hlaut yfírleitt góðar viðtökur en efnahagshrunið setti frekari vinnu að verkefninu í bið. Árið 2010 fékkst styrkur frá Vaxtarsamningi Austurlands til að búa til tímabundinn rannsóknanámssjóð sem styrkir háskólanema sem vinna að námsverkefnum á Austurlandi á árunum 2010 og 2011. Gestir á Rannsóknaþingi Austurlands 2008, í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Ljósmynd: Laufey Eiríksdóttir. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.