Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 92
Múlaþing Margrét Hallsdóttir og Bente Helgren-Jensen. Myndin er tekin í námsferð inn í Hrauneyjar vorið 1971. Bente, með jarðfrœðihamarinn að kenna Margréti að greina bergsýni. Ljósmynd: Ingibjörg Kaldal, jarðfrœðingur. reyndum að komast til þeirra í kofann við Laugará því allra von var að þær hefðu náð til kofans. Það var farið að líða á daginn þegar við lögðum af stað í þennan leiðangur því margs þurfti að gæta að áður en við fórum, vegna þess öngþveitis sem veðrið skapaði öllu þessu rannsóknarfólki sem var þama á íjöllunum. Bíllinn sem Bragi var á var Land-Rover af lengri gerð eins og það var kallað, með díselvél og spili sem drifið var með rafmagni frá rafgeymum bílsins en í honum vom tveir 12 volta rafgeymar. Ferðin gekk vel til að byrja með eða allt upp að fyrsta vaðinu á Hölkná en á þessum tíma lá slóðin þannig að fara þurfti þrisvar yfir ána. Var þegar farinn að hlaðast í hana krapi og lentum við þama strax í fyrstu erfiðleikunum, því að bíllinn festist í krapanum og urðum við að draga hann upp úr á spilinu. Þó þetta þætti vel útbúinn bíll á þeim tíma þætti ekki mikið til hans koma núna. Þegar hér var komið var komin stórhríð og skyggni nánast ekkert en við þaufuðumst áfram og héldum slóðinni að mestu. Skaflar voru víða komnir og lá við festum. Var hið mesta basl að komast suður yfir Grjótölduna og enduðum við á því að draga bílinn á spilinu yfir stóran skafl sem var sunnan í öldunni. Vomm við þá komnir á slétta eyri við ána. En nú var komið kvöld og við búnir að vera nokkra klukkutíma að komast sem næst að miðvaðinu á Hölkn- ánni en um leið og dimmdi sáum við alls ekki fram af húddinu á bílnum fyrir hríðar- 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.