Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 96
Múlaþing
börðum að dyrum var fljótlega ansað. Stúlk-
umar fögnuðu þessum snjóbörðu mönnum
því heldur hafði þeim fundist vistin döpur,
sérstaklega þeirri dönsku.
til byggða. Þær voru strax ákveðnar
í að koma með okkur þó veðrið væri
vont og nú bjuggust þær þegar til
ferðar. Við héldum upp í hriðina
og komum að bílnum á fyrir fram
ákveðnum tíma eftir 6 tíma göngu.
Það var allt í lagi með bílinn,
mótorinn rölti eins og við höfðum
skilið við hann og því var bíllinn
hlýr og notalegur að setjast inn í. Nú
var umheiminum tilkynnt í gegn um
talstöðina að ferð okkar hefði borið
Nú var hitað kafFi og sest niður litla stund
en síðan spurðum við stúlkumar hvort þær
treystu sér með okkur til baka fyrst gangandi
nokkra kílómetra og síðan að brjótast í bílnum
Margrét Hallsdóttir og Bente Helgren-Jensen íjúlí 1971. Ljósmynd:
Bessi Aðalsteinsson.
góðan árangur og stúlkumar væm
ágætlega hressar og með okkur á
leið til byggða.
En ekki var sopið kálið því eftir
var heim ferðin og hún var síst betri
til baka því fennt var í allar slóðir og
skaflamir höfðu eitthvað stækkað
frá því daginn áður. En áfram var
silast þó hægt gengi á köflum og
spilið notað öðru hvora í staðinn
Höfundur sendi greinina til Margrétar Hallsdóttur og Braga Benediktssonar
til skoðunar og leiðréttingar og fara viðbrögð þeirra við því hér á eftir:
Svar Braga: Það var gaman að rifja þetta upp og hef ég svo sem engu við þetta að bœta.
Svar Margrétar: Þakka þér fyrir frásögnina af stórhríðinni sumarið 1971. Danski
jarðfrœðingurinn htin Bente (látin, u.þ.b.1999) var með œttarnafnið Helgren-Jensen
á þessum tíma. Seinna fékk hún eftirnafnið Helgren-Breiner. A þessum tíma var ég
jarðfrœðinemi á 2. ári og aðstoðarmaður eða þrœll Bente eins og það var kallað á
Orkustofnun í þá daga.
Engagrein gerði ég mérfyrir hvað þið Bragi lögðuð ykkur í mikla hœttu íþessari ferð,
ég held að við höfum ekki einu sinni verið með litvarp þarna í Völundarhúsi, eins og
mig minnir að kofmn við Laugará hafi verið kallaður, til að fylgjast með fi~éttum og
veðri. En gott var að komast til byggða og í Vaðbrekku var hún móðirþín [hér er átt
við lngibjörgu Jónsdóttur húsfreyju á Vaðbrekku.J búin að búa um rúmin fyrir okkur
Bente með dúnsængum og hvítu damaski rétt eins ogjólin væru komin (annars vorum
við með svefnpokana okkar, þegar við gistum í herberginu, sem Orkustofmm var með
á leigu fyrir okkur þetta sumar).
94