Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 121

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 121
Gilsárvalla-Gvendur böggla, athugaði gaumgæfílega bréfin um leið og hann fékk þau í hendur og skilaði þeim ætíð til réttra viðtakenda þótt mörg væru í skjóðu hans. Þar eð hann var ólæs hlaut hann að ráða það af áferð bréfanna á hvem þau vom stíluð. Almennar fréttir sagði hann af ferðum sínum en bar ekki slúður milli bæja. Gvendur varð snemma stórvaxinn sem hann átti ættir til, hár og þrekinn og lima- langur, með sterkleg liðamót en stirður í hreyfíngum, hæggengur á efri árum og vagaði nokkuð. Hár hans mun hafa verið ljóst eða rauðgult framan af en gulgrátt á efri ámm, augun ljósblá, skeggstæði mikið, skeggið þétt en ekki sítt, brúnir miklar og slúttu skúfar oft fram yfír augun.9 Oft var hann illa til fara og óþriflegur, gekk í hrosshársskóm, kaus helst makkaskæði og lét hárin standa langt út fyrir skóna. Sjálfur gerði hann við skó sína og fatnað, hafði meðferðis nálhús og þræði. Tíðum bar hann með sér lús sem hann tíndi af sér eftir föngum og banaði undir nögl með tilheyrandi smelli. Matmaður var hann í meira lagi og vom gjaman bomar fyrir hann stórar skálar, heima fyrir á Gilsárvelli skálin Gípa sem tók fímm merkur, en bitamat stýfði hann úr hnefa. Baunagrautur var hans eftirlæti auk súrmetis og hrossakjöts. Ekki safnaði Gvendur spiki enda mikið á ferðinni og bjó við hestaheilsu svo við var bragðið. Flakkið ágerðist er á leið ævina Af tiltækum heimildum er að sjá sem flökku- eðli hafí ágerst hjá Gvendi er á leið ævi hans. Framan af átti svo að heita að hann væri vistráðinn og var þá reynt að halda honum að verki sem helst vom af grófara tagi, enda verkkunnáttan af skomum skammti. Til hey- vinnu nýttist hann lítið sem ekkert nema þá við að bera vothey upp af engjum og velta böggum að heystæðum. Helst vildi Gvendur haga störfum að eigin vali, moka mold og 9 Halldór Ármannsson. Gilsárvalla-Gvendur, s. 449. Gvendur í fótaþófi í Hleinargarði. Teikning: Edda Oskarsdóttir. færa að torf og grjót til bygginga, bera vatn í bæi en sorp út og hreinsa undan skepnum svo dæmi séu nefnd. Sérgrein varð hjá honum að aflífa hesta, búta þá sundur og eiga síðan von á hrossakjöti í ómældu magni að launum. Samkeppni var lítil um þá fæðu sem flesta fúlsaði þá enn við vegna trúarlegra fordóma. Geymdu bændur oflt slík verk handa Gvendi ef hans var á annað borð von. Einnig lét honum vel að þæfa plögg og vaðmál þæfði hann með fótaþófí sem kallað var. Guðfínna Þorsteins- dóttir (1891-1972) dregur upp ógleymanlega mynd af Gvendi í frásögn í Völuskjóðu þar sem hann er að þæfa voð á baðstofulofti í Hleiðargarði (nú Hleinargarði) skömmu fyrir aldamótin 1900'°: Rétt við uppgönguna hafði verið hvítþvegið æði hom af pallinum, sem að mestu leyti var afmarkað með hirzlum. Rétt við grindina var autt bil. I þetta bil hafði verið settur tréstóll, sem sneri bakinu inn 10 Guðfinna Þorsteinsdóttir. Völuskjóöa, s. 71-85. 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.