Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 122
Múlaþing að krubbunni. Var stólbakið ætlað þófaranum til að styðjast við. Stólsetan var fannhvít af vikur- sandsþvottum. - Nú rann skilningsljósið brátt upp fyrir mér, þegar mér gafst kostur á að athuga umbúnaðinn og þófarann. Gendur var ferlegur ásýndum! Hann var klæddur nærfötum úr hvítu vaðmáli, ermalangri skyrtu og öklasíðri brók, sem hann hafði brett upp til hnés. Hann studdist fram á stólbakið mikið álútur, til að vama því að rekast upp í hallandi súðina. Þama sparkaði hann þófinu til og frá með ærið sterklegum, reglubundnum hreyfmgum. Öðm hverju stakk hann við fótum og sneri þófinu í hálfhring á pallinum. Dæsti hann við, púaði og hvæsti, áður en hann stökk aftur upp á vaðmálshrúguna og og herti sparkið og stökkin til næstu lotu. Svitinn bogaði af Gendi og alskegg hans, dökkt og strítt, stóð út í allar áttir. Síðan segir Guðfinna frá baráttu Gvends við lýsnar sem hann sópaði saman og banaði undir nögl sér á faglegan hátt. „Hún va full- orrin þessi“ mælti hann þegar hár brestur fylgdi aftökunni. Athvarf hjá góðum systrum Frá því um tvítugt og fram undir fertugt hélt Gvendur að mestu til á Gilsárvelli í skjóli móður sinnar en árið 1874 fór hann að Laxárdal í Þistilfirði til Kristínar Soffíu, systur sinnar, sem þar bjó með manni sínum, Jóni Bjömssyni. Var hún sú eina af bömum Soffiu sem eftir urðu í Norður-Þingeyjarsýslu en lést fyrir aldur fram 1875. Það sýnir vel hug systkinanna til fatlaða bróðurins að hús stóð opið fyrir honum í Þistilfirði eftir langa dvöl hans eystra. Hjá Jóni bónda í Laxárdal (Dal) dvaldi Gvendur í heil átta ár, en engum sögum fer af dvöl hans eða flakki þar nyrðra. Eftir þetta hélt Gvendur austur á ný, fýrst að Gilsárvelli en á ámnum 1884-1890 var hann mestan part í Hjaltastaðaþinghá, fýrst sem „vinnumaður“ á Hjaltastað en síðan í Klúku hjá Guðnýju, hálfsystur sinni, og mun hafa flakkað þaðan um Hérað og niður á firði. Var Stefanía Ólafsdóttir Ijós- Guðný Ólafsdóttir í Klúku, móðir, hálfsystir Gvends. hálfsystir „Klúku-Gvends". LjósmyndasafnAusturlands. Ljósmyndasafn Austur- lands. hann þá um tíma nefndur Klúku-Gvendur eins og fram kemur í þjóðsagnasafni Sigfúsar.11 Guðný sýndi honum mikla alúð og umburðar- lyndi, en sem fyrr var hann óráðþægur og fór sínar eigin götur. Síðustu fimmtán árin, 1890 - 1905, hafði Gvendur heimilisfesti á Gilsárvelli hjá Stefaníu, hálfsystur sinni og manni hennar, Jóni Stefánssyni, og var þá skráður sveitarómagi. Afram naut Gvendur þannig ættmenna sem veittu honum skjól og ekki síður skyldmenna þar sem hann barði upp á í ferðum sínum. „Já, ekki e nú ættin smá, þó je sé sona,“ er eftir honum haft. Ekki fækkar ferðunum í Fljótsdalinn enn... „Umdæmi“ Gilsárvalla-Gvends spannaði stórt svæði frá Seyðisfirði og Loðmundarfirði um Víkur og Borgarfjörð til Uthéraðs og upp í Fljótsdal. Víða á þeirri leið voru ættmenni sem Gvendur kaus öðrum fremur að eyða hjá gistinóttum, þótt hann þess utan „léti nótt sem nemur“ eftir því hvemig á stóð hverju sinni. Á Þuríðarstöðum í Fljótsdal hitti bóndinn Gvend á hlaði úti: „Je ætla mér að vera hénna íslenskar þjóðsögur og sagnir, II s. 30, III s. 136-142, XI s. 296. 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.