Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 123
Gilsárvalla-Gvendur
Valþjófsstaðw: Gamla prestssetrið. Mynd úr fórum Ragnheiðar Helgn Þórarinsdótturfrá Eiðum.
Ljósmyndari líklega Vigfús Sigurðsson.
í nótt,“ mælti gesturinn og var undir eins
hleypt í bæinn.12
Ótal sagnir gengu manna á milli um orða-
tiltæki Gvends sem gat verið hnittinn auk þess
sem framburður hans var látinn tljóta með til
að krydda frásögnina. -1 Hallormsstað kom
Gvendur oft á leið sinni inn í Fljótsdal og gisti
hjá Elísabetu Sigurðardóttur, frænku sinni (d.
1927), ömmu þess sem hér segir frá. Einar
Long var þar lengi vinnumaður og mundi vel
eftir Gvendi, tilsvörum hans og kviðlingum,
þar á meðal eftirfarandi vísu13:
Fagurt er í Fljótsdal
fallegt er að sjá.
Fallegar eru stúlkurnar
sem eg horfi á.
Breiðir lœkir buna
bröttum hlíðum frá
beint oní Jökulsá.
12 íslenskrarþjóðsögur og sagnir, IV. Hafnarfirði 1931 s. 125.
13 Vísan erskrifuð upp eftir Sigurði Blöndal 30. júlí 2010, en hann
lærði hana af Einari Long.
Þessi kveðskapur sýnir að Gvendi var ekki
alls vamað. Engum sögum fer hins vegar af
áleitni hans við kvenfólk og stríðni um sam-
skipti hans við veikara kynið lét hann sér vel
líka: „Nú deddur heima, nú deddur heima,“
vom viðbrögð hans við slíkum aðdróttunum.
- Sigurður Gunnarsson yngri (1848 - 1936),
sonur Gunnars Gunnarssonar á Brekku í
Fljótsdal, var prestur á Valþjófsstað 1884
- 1894 og síðar lengi í Stykkishólmi. Kona
hans var Soffía Emilía Einarsdóttir (1841 -
1902) hattara Sæmundssonar í Reykjavík. A
þessum árum kom Gvendur oft í Valþjófsstað
og eyddi þar oftast gistinóttunum þremur
sem var hámark þess sem föramenn máttu
dvelja í stað en skyldu hypja sig að þeim
tíma liðnum. Á Valþjófsstað sinnti Gvendur
sem annars staðar óbeðinn ýmsum verkum
af óþrifalegra taginu. Á þriðja morgni fer
húsfreyja að dásama veðurblíðuna og tók
Gvendur því sem óbeinum skilaboðum um
að nú væri tími kominn til brottfarar. „Æ,
vettu ekki að þessu bölluðu bulli. Gendur
fer ekki fyrr en búi er að sjóða.“ Hafði hann
121