Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 126
Múlaþing
Njarðvíkurskriður. Gamla gatan lá tœpt ofan við sjávarhamra. Ljósm. HG.
a bæna mi lengi,“ sagði Gvendur og hló trölls-
lega. „Þú kannt líklega enga borðsiði," sagði
Halldór. „O, ekkí,“ sagði Gvendur. „Je hef
leinst af komist so af a je hef borra mat minn
án þess a vea a neinni óþarra tilgerr eins o þú,
ha, ha, ha.“ „Brúkaðu hnífapörin, maður,“
sagði Halldór og byrjaði með hæversku að
skera með hnífnum og leggja með kvíslinni.
Gvendur tók hvern bitann eftir annan og valdi
úr. Hurfu þeir eins og í sæ væri kastað... .Lauk
þessu samsæti þannig að Halldór spratt upp
frá borðinu og sagði ómögulegt fyrir nokkurn
almennilegan mann að éta með svoleiðis svíni
sem Gvendur væri.15 — Segir hér ekki fleira
af skrautlegum samskiptum þeirra félaga,
en Gvendur hafði vinninginn hvað ævilengd
snerti, lifði áratug lengur en Hómer sem
aðeins náði því að verða fimmtugur.
15 Islenskar þjóðsögur og sagnir III, s. 139.
Að mæta svip sínum
Svo virðist sem flestar sögur af Gvendi sem
ratað hafa á prent séu til komnar eftir 1880
og séu því ffá síðari æviárum hans. Sennilega
var flakkið þá orðið ríkur og fastur þáttur hjá
honum, en einnig var þá ungt fólk sem sá hann
og heyrði og hélt til haga fróðleik um hann
sem birtist á prenti þegar kom fram á 20. öld.
Ekki verður séð að lífsleiði sækti á Gvend þótt
aldurinn færðist yfir. Kona nokkur hafði orð
á því svo hann heyrði, að feginn mætti hann
verða auminginn að fá að deyja og losna við
þetta sífellda rjátl. Ekki tók Gvendur undir
það: „Æ, éld þa sé nógur tími að veltast í
moldinni.“ Þó kom að því að ferðum hans
fækkaði. Snemma á einmánuði 1905 lagði
hann sem oftar af stað úr Borgarfírði til Hér-
aðs. Tíð hafði verið stirð og talsverð snjóalög
með gaddi í Njarðvíkurskriðum. Gvendur
hafði sem oftar gist á Snotrunesi, bæ næst
skriðunum Borgarljarðarmegin, lagði þaðan
upp í birtingu og virtist hinn hressasti. Komið
124