Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 142
Múlaþing
úr ranni rannsókna á ferðavenjum fólks. Sem
dæmi má nefna að 88% þeirra ferðamanna
sem komu til Islands sumarið 2007, komu
í þeim tilgangi að upplifa náttúru landsins.5
Sé horft til þessara niðurstaðna sem og
fjöldamargra annana er með hreinum ólík-
indum, sérstaklega í ljósi þess að einstak-
lingurinn er grunneining samfélagsins, hversu
lítið vægi félagslegir og sálfræðilegir þættir
hafa þegar kemur að uppbyggingu, skipulagi
og ákvarðanatöku er lúta að umhverfí.
Hvaða sálfræðilegu verðmæti skyldu t.d.
felast í ósnortnu vatnsfalli? Eða ósnortnu
háhitasvæði? Iðulega er slíkt einfaldlega
metið út frá mögulegri getu til að framleiða
rafmagn. Sé sú geta talin lenda réttum megin
við núllið í hagrænu tilliti þykir sjálfsagt að
virkja og þar með að spilla náttúrunni.
En ef sálfræðilegar breytur væru teknar
inn, hvemig myndi niðurstaðan þá líta út?
Rannsóknir hafa sýnt að upplifun fólks á
náttúrunni getur haft mikil og jákvæð áhrif
á efnahagslega sjálfbæmi fyrir samfélagið.
Hér er dæmi. I velþekktri rannsókn
bandaríska sálfræðingsins Roger Ulrich,6
bar hann saman bataferli sjúklinga sem
höfðu gengist undir sambærilega þvagfæra-
skurðaðgerð. Skipti hann hópnum í tvennt
eftir því hvort útsýni sjúklinganna úr sjúkra-
stofunum var yfir á trjágróður eða á steinvegg.
Við samanburð hópanna kom í ljós að þeir
sjúklingar sem horfðu á trén út um gluggann
dvöldu að jafnaði degi skemur á sjúkrahúsinu
eftir aðgerð, kvörtuðu rninna og þurftu færri
skammta af verkjalyijum en þeir sem horfðu
á steinvegginn. Rannsóknin er því gott dæmi
5 Rögnvaldur Guðmundsson (2010). Erlendir ferðamenn á íslandi
frá september 2008 til ágúst 2009 og samanburður við árið á
undan. Reykjavík: Rannsóknir & ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Sótt
30. nóvember 2010 af slóðinni http://www.ferdamalastofa.is/
upload/files/2010413131644ferdamenn_2008_-2009.pdf.
6 Ulrich, R. (1984). View through a window may influence recovery
from surgery. Science, 224, 420-421.
um það hvernig hinir þrír þættir sjálfbæminnar
vinna saman, þ.e. að hagstætt umhverfi ýtti
undir skjótara bataferli sjúklinga og umtals-
vert íjármagn sparaðist.
Annað dæmi. Skógrækt ríkisins í samstarfi
við sænsku skógræktina vann, á ámnum 2003
- 2005, að verkefni þar sem dvöl í náttúru
var hagnýtt við endurhæfmgu öryrkja sem
„kerfmu“ hafði ekki tekst að gera að virkum
þátttakendum í samfélaginu á nýjan leik.7
Meðferðin tók sex vikur og fól í sér að þátt-
takendur fóru þrisvar sinnum í viku út í skóg
og unnu þar að skráningu og kortlagningu.
Auk þessa fengu þátttakendur sálfræðimeð-
ferð og fræðslu s.s. varðandi úrvinnslu þeirra
gagna sem safnað var. Arangur þessarar
meðferðar var sláandi, því af 83 þátttakendum
voru 84% þeirra komin í skóla eða vinnu
ári síðar. Til samanburðar má geta þess að
árið 1992 vom nýskráningar á örorkubótum
725 talsins. Árið 2004 höfðu úrræði íslenska
heilbrigðiskerfisins skilað 12% þeirra afturút
i samfélagið sem virkum þátttakendum. Og
til að hnykkja á þessu má nefna að árið 2008
gat íslenska ríkið sparað 657 milljónir króna
fyrir hvert eitt prósent öryrkja sem gerðir
voru að virkum þátttakendum í samfélaginu
á nýjan leik.
Aftur má spyrja, hvaða sálfræðilegu
verðmæti skyldu felast í ósnortnu vatnsfalli
eða háhitasvæði? Hver skyldu hafa verið sál-
fræðilegu verðmæti þess lands sem nú telst
áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, sem áður
var stærsta óraskaða víðemi Evrópu? Eða
háhitasvæðanna á Hellisheiði og á Reykja-
nesi? Hvers virði er Torfajökulssvæðið?
7 Sherry Curl, skógræktarráðunautur hjá Skógrækt ríkisins. [Tölvu-
póstur 30. október 2009].
140