Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 145
Páll Pálsson
Úr skjalanna hrúgum og dyngjum
Kóngur gefur byssur
r
skjalanna hrúgum og dyngjum á Héraðs-
skjalasafni Austfirðinga er eftirfarandi
heimildir að fínna í skjalagögnum úr
Fljótsdals- og Fáskrúðstjarðarhreppum. Hér
kemur fram að Grímur Jónsson (í gögnum
Amtmaður Johnsson), þá á ný, skipaður amt-
maður yfír Norður- og Austuramtið (1842),
hefur fengið kóng til að gefa hundrað byssur
til útbýtingar meðal ungra og efnilegra manna í
þessum ömtum „sem hafa lyst, lag og æfingu í
að brúka skotvopn“ eins og í textanum stendur.
Grímur kom með vorskipi til Eyjafjarðar
1843, með byssurnar í farteskinu og hefst
fljótt handa að skrifa sýslumönnum undir-
sátum sínum, hvemig þeir skuli bera sig til
við að útdeila þessum konungshnossum út
um hreppana vítt og breitt um amtið.
Finnst amtmanni mikið liggja við að það
geti gengið sem hraðast fyrir sig. Enda er
þetta hans hugmynd og framtak. Ekkert er
um þetta byssumál
að finna í nýútkom-
inni ítarlegri ævisögu
Gríms amtmanns eftir
hinn kunna fræðimann
Kristmund Bjamason
á Sjávarborg í Skaga-
firði. Ekki er minnst á
þessa rausn kóngs í annál 19. aldar og hvergi
hefir grúskaranum tekist að finna neitt um
þetta efni í sagnfræðiritum hérlendum. Sagn-
fræðingar sem haft var samband við vegna
þessarar kóngsgjafar komu algerlega af þekk-
ingarleysis öræfum varðandi þetta byssukjaf-
tæði amtmanns, og töldu Aðalbælinginn varla
með öllum mjalla þegar hann var að rausa
um þetta við þá.
Um byssumar sem kóngur gaf er höfúndur
þessa formála alls ófróður. Grímur sem varð
lautinant í landher Dana og auditör, regiments-
kvartermester og kennari í herrétti í herflokki
landkadetta og víðar, segir í bréfinu til sýslu-
manns norðmýlinga að þessar byssur séu
ekki með „percutionslásum“ sem er sama og
perkussionslás, er á íslensku nefnist hvell-
hettulás og þótti á sínum tíma mikil nýung og
framför í lásaútbúnaði á byssum. Þar með er
ljóst að kóngsi hefur ekki offrað bestu dráps-
A myndinni má sjá byssur framleiddar afC.W. Kyhl. 1794. Liklegast er að byssurnar
sem um rœðirséu eins ogsú efri, með bajónettu (byssusting) ogskeið (sliðri).
www. norskevaapen. no/?p=551
143