Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 148
Múlaþing
Þann 15d Julii þ.á. hefur Herra Etatsráð Amtmaður Johnsson skrifað mér bréf, sem ég
meðtók í gærdag, svoleiðis hljóðandi:
„Hans hátign konungurinn hefur eftir bón minni skeinkt þessu Amti 100 byssur til
úthlutunar, sem umbun eða uppörfun, þeim er kunna vel með að fara. Byssumar sem
voru keyptar á Kaupmannahafnar-Arsenali með bajónettum; og nú standa á Akureyri,
eru að minni vitund góðar, þó ekki með percutionslásum. Þessar byssur hefí ég sérílagi
ætlað unglingum um eða lítið yfír tvítugs aldur; sem annaðhvört eru eða eiga að verða
sela- refa- og hreindýraskyttur, sem hafa lyst lag og æfíngu í að brúka skotvopn, enn sem
eru of efnalitlir til að kaupa sér byssu. -
Nú bið ég yðr1 herra Syslumann minn þénustusamlega, það skjótasta sem verða [má]
með umgángsbréfí að láta þetta kunngjöra allstaðar í yðar lögdæmi, að því viðbættu, að
þeir sem gymast byssu; og eftir framantöldum skilmálum ætla sig verðuga þar til, strax
um hæl annaðhvört fari til yðar eða sendi yður bónarbréf með skilríkjum, hvareftir yður
mætti þóknast, hið hraðasta mögulegt [er] að senda mér á dönsku saminn lista, þó án
allra fylgiskjala yfír alla þá sem þér álítið verðuga þessarar konúnglegu náðargjafar eftir
innlagðri fyrirmynd.
I þetta orð er strikað
146