Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 155
Guðgeir Ingvarsson
Kristján Jónsson Vopni
Eitt af merkari einkaskjalasöfnum sem
varðveitt eru í Héraðsskjalasafni Aust-
firðinga er einkaskjalasafn Kristjáns
Jónssonar, sem oft er kenndur við Hrjót í
Hjaltastaðaþinghá. Hann var líka stundum
nefndur Kristján Vopni sem dregið var af því,
að hann var fæddur og uppalinn í Vopnafírði.
Verður nánar vikið að safni hans hér á eftir, en
fyrst rituð nokkur orð um hann sjálfan. Styðst
ég þar m. a. við kirkjubækur og manntöl og
að nokkru við æviminningar hans sjálfs, sem
varðveittar em í Héraðsskjalasafninu í handriti.
Kristján Jónsson var fæddur að Hraun-
felli í Vopnafírði 28. apríl 1861.' Hraunfell er
innsta býli í Hraunfellsdal norðvestan Sunnu-
dalsár, en bærinn fór í eyði 1949.1 2Foreldrar
Kristjáns vom Jón Amason frá Hrappsstöðum
í Vopnafírði, þá bóndi að Hraunfelli og Kristín
Jónsdóttir kona hans frá Egilsstöðum í sömu
sveit.3 Þau eignuðust alls 12 börn, en aðeins
4 þeirra náðu fullorðinsaldri. Kristján naut
ekki lengi samvista við foreldra sína, því árið
eftir fæðingu hans eru foreldrar hans farnir frá
Hraunfelli og flutt að Borgum í sömu sveit
með eitt bam, Stefaníu Salínu systur hans 5
1 Prestþjónustubók Hofsprestakalls 1845-1881.
2 Sveitir ogjarðir í Múlaþingi 4. bindi bls. 28.
3 Prestsþjónustubók Hofsprestakalls 1845-1881.
ára. Kristján segir sjálfur í endurminningum
sínum: ,Jig var víst stax tekinn ífóstur afPáli
bónda í Syðrivík og Arnfríði móðursystur
minni...“ Þetta mun þó ekki vera alls kostar rétt
því í Húsvitjunarbók Hofsprestakalls 1862 er
Kristján skráður á Skjaldþingsstöðum ómagi 2
ára og er hann þar einnig næsta ár. Það er því
ekki fyrr en árið 1864 að Kristján fer í fóstur
til Amfríðar Jónsdóttur, móðursystur sinnar,
og Páls Pálssonar manns hennar í Syðrivík í
Vopnafirði. Kristján missti fóstra sinn I. júlí
1866 og er hann þá aðeins rúmlega fímm ára
gamall. Hann mun síðan hafa verið tökubam
á ýmsum bæjum í Vopnafirði næstu árin. Að
sögn Kristjáns fór hann alfarinn úr Vopnafirði
austur á Hérað vorið 1877, en hann er þá 16
ára. Hann var þá ráðinn sem vinnumaður
að Bessastaðagerði í Fljótsdal. Kristján var
síðan vinnumaður á ýmsum bæjum á Hér-
aði næstu árin. Hann hefur verið námfús og
segir m. a. frá því í æviminningum sínum, að
vorið 1878 réð hann sig sem vinnupilt til Páls
Vigfússonar stúdents er þá bjó í Hrafnsgerði
og var hjá honum í tvö ár. Réð Kristján sig
með þeim skilmálum, að hann fengi kennslu
hjá Páli þær fáu stundir sem hann hafði frá
verkunum. ,Annað kaup hafði ég ekkif segir
Kristján í æviminningum sínum. Kristján
153