Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 161
Kristján Jónsson Vopni
Lagarfoss. Kristján og félagar drógu bátinn á handafli framhjá fossinum. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
fyrir Steinbogann, en fengurn hjálp á Dratthalastöðum og Ekru til þess að draga hann upp
fyrir fossinn, náttúrulega á sjálfum okkur. Það hefði þótt ganga glæpi næst í þá daga að
nota hest til slíkra hluta, enda gekk þetta allt ágætlega. Þá bjó á Dratthalastöðum Þórarinn
[Jónsson], faðir Guðjóns í Bakkagerði og þeirra systkina og Eyjólfur [Jónsson] á Ekru.
Áfram héldum við svo, þó við værum orðnir þreyttir, inn á Straumsflóann. Þá kom
utan gola stinningshvöss, því heitt hafði verið um daginn. Þá var ekki að sökum að spyrja.
Við settum upp mastur og segl og stýri fyrir og fór skeiðin að skríða. Brátt kom það í
ljós, þegar til þeirra kasta kom, að ég var sá eini sem nokkuð gat [stýrt undir seglum?].
Þess má geta að við höfðum í fórum okkar þrýstna matarpoka, sem lítill sómi hafði verið
sýndur. Vissum við þó að þeir höfðu margt gott að geyma, en við hins vegar orðnir mat-
lystugir. Þeir voru því tafarlaust opnaðir. Verkum var þannig skipt að Gunnlaugur gætti
segls, en ég stýrði og nafnar skömmtuðu. Svo stóð máltíðin yfir með litlum hvíldum, þar
til við lentum um kvöldið undan Skeggjastöðum.
Þess má ennfremur geta að fólk stóð víða úti beggja megin Lagarfljóts og horfði
undrandi á hina fríðu siglingu okkar og þótti sem þar færi „Erlingur frá Sóla“ á skeið
sinni er hann sigldi frá Ólafi konungi við „Svoldur“.
Við lentum báti okkar eins og áður er sagt undan Skeggjastöðum heilu og höldnu eftir
sólarhrings ferð frá Sandbrekku og lítinn svefn frá því við fórum að heiman.
Okkur var líka fagnað af þeim hlýleik sem einkenndi þann tíma og sem ekki hékk
allur utan á mönnum. Lengi þjónaði „María“ gamla þeim Fram-Fellamönnum með trú
og dyggð.
Tölvusett: G.I.
159