Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 159

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 159
Nokkrar smásögur frá æskuárum mínum á Seyðisfirði haldi, og mjög þykk og tóku hálfan pott, og voru heldur víðari að neðan, og svo sterk að þau þoldu vel að detta af borði, niður á gólf, án þess að brotna. Þetta var í fyrsta sinni, sem jeg smakkaði öl, jeg man það að mjer þótti það ekki gott á bragðið og alltof kalt, en jeg drakk allt úr kollunni, því jeg var snemma þannig gerður, að mjer þótti minnkun að því að gefast upp. Svo var haldið heim aftur, jeg tók eftir því á leiðinni, að jeg var eitthvað undarlegur, og þegar við lentum og jeg var kominn uppúr bátnum, þá tók ekki betra við, því mjer gekk illa að standa á fótunum, en samt slingraði jeg hjálparlaust inn í bæ, og af því það var einhver þungi í höfðinu á mjer, fór jeg að sofa. Ekki man jeg til að mjer yrði nokkuð meint við þetta. Kvöldið eftir komst þetta ferðalag okkar eitthvað til tals og jeg sagði frá því að Jörgensen hefði gefið mjer fulla kollu af öli. „Já og þú varst blindfullur,“ sagði faðir minn, en það vildi jeg ekki kannast við og jeg kannaðist aldrei við það, því mjer þótti minnkun að því, því jeg vissi til að menn höfðu drukkið margar kollur í einu, og ekki orðið fullir af því, en jeg varð fullur af einni kollu! Jeg gat þess áðan að mjer hefði þótt ölið vont, og það var satt, en það fór nú samt svo að mjer fór að þykja það gott, þegar jeg stálpaðist betur. Ölið var gott, því Jörgensen var snillingur í að búa til öl, og því hefir lengi verið viðbrugðið. Jeg kom því oft í bakaríið, þegar jeg var á ferðinni og íjekk mjer kollu af öli, enda var það ekki dýrt í þá daga, kollan kostaði aðeins 10 aura. Þá var oft gaman að koma á bakaríið, sjerstaklega þegar Jörgensen var þar sjálfur því hann var oftast ræðinn og skemmtilegur, þó ekki væri gott að skilja hann stundum, hann var danskur og gekk illa að læra íslenzkuna rjetta. En ennþá verra var þó að skilja frúna, því hún var ekki upp á marga fiska íslenskan hennar. Hún var líka dönsk, og það sem verra var hún talaði dönskuna vitlaust líka, og þegar hún fór að tala þá óð hún stundum elginn úr einu í annað og talaði hratt. Hjelt því stundum heilar ræður, eins langar og postillulestur, án þess jeg fengi nokkurt samhengi í því. Jeg vissi því ekki hverju svara skildi, þegar hún að lokum spurði einhvers, enda komst jeg oft að því að jeg svaraði eins og auli, einhverju sem alls ekki átti við. Hún hristi þá vanalega höfuðið og fór, og því varð jeg oftast feginn. Þegar Siggi bróðir týndist Eitt sinn var það þegar jeg var drengur, jeg var víst á áttunda árinu. Þá var jeg sendur um kl. 9 morgun einn, inn á Kompaný með kaffí, til föður míns sem var þá að vinna þar, og átti að koma í Wathnebúðina um leið. Siggi bróðir minn fór með mjer, hann var ári yngri en jeg. Þegar jeg var að fara af Kompanýinu inn í búðina, þá gáði faðir minn að því að sokk- amir hjengu nokkuð mikið niður um Sigga, og tók að laga þá, en vegna þess að það var einhver asi á mjer, þá nennti jeg ekki að bíða eftir Sigga, og fór á undan honum og sagði að hann gæti komið á eftir. Þegar jeg fór inn í búðina leit jeg til baka, til að vita hvort jeg sæi Sigga koma, því jeg vissi það að hann vissi ekki hvar búðin var, en jeg sá hann ekki, og fór því inn. Á meðan jeg stóð þar við, var jeg alltaf að líta út til þess að vita hvort jeg sæi ekki Sigga. Það var ósköp fyrirhafnarlaust, því gler var í hurðinni. En Siggi kom ekki og hann gat varla farið svo inn veginn að jeg sæi hann ekki, en hann hafði þá farið inn reitinn fyrir neðan búðina. Jeg gat því alls ekki sjeð til hans, og það sveik mig. Jeg hjelt því að hann hefði farið eitthvað annað að leika sjer. Jeg fór úr búðinni þegar jeg hafði verið afgreiddur með þau atvik sem jeg átti að fá þar. Jeg skyggndist eftir honum þar í kring, en sá hann ekki, jeg fór því heim, og hugsaði sem svo, hann hefur sjálfsagt hætt við að fara inneftir og farið heim, en þegar heim kom 157
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.