Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 63
Það var ekki sama því hann þurfti alltaf að liggja á bakinu þegar
hann var dreginn. Þá var miklu léttara að róa fyrir honum heldur
en ef kviðurinn vissi niður. Ef hann átti að fara á bakborða þá var
alltaf í vinstra kjaftvik en á stjórnborða í hægra kjaftvik. Þá lá hann
á bakið. Síðan var hann færður til og bundinn í röng í bátnum. Við
byrjuðum venjulega að seila á bakborða. Það stafaði að sjálfsögðu
af því að öll vinna við að veiða hákarlinn og drepa hann fór frarn á
stjórnborða. En þegar farið var að róa fyrir þessu var þessu jafnað
á bátinn þannig að eins og ég sagði áðan að sá sem trumbaði hann
varð að ákveða alveg hve margir hákarlar áttu að vera á hvort borð
þegar farið væri að róa í land.
Nú hafa þeir verið misstórir. . . hvað gátu þetta orðið stórar skepnur?
Þetta gátu orðið feikna stórar skepnur. Þeir voru ákaflega mis-
jafnir og erfitt að segja um stærð hákarls. Yfirleitt var miðað við
lifrarmagnið í hákarlinum. Eg gæti nefnt nokkur nöfn sem mér
detta í hug. Það var til dæmis got. Það var algjörlega ónýtur
hákarl, hann var svo lítill. Og það var ælingi, sem var á mörkum
þess að vera hirðandi. Renningsdoggur var hákarl sem var vel
hirðandi. Svo var doggur eða öðru nafni hálftunnuhákarl. Það var
ef lifrin var í hálfa tunnu.
Af því er nafnið dregið, doggaróðrar . . .
Já, og hálftunnuhákarl var venjulegasta stærðin, algengasta
stærðin. Svo kom fyrir að það fengust tunnuhákarlar og þóttu
mjög góðir, en það var þegar lifrin úr honum var í fulla tunnu.
Það kom líka fyrir að fengust hákarlar sem kallaðir voru tveggja
tunnu hákarlar og það þótti bæði happ og mikið gaman að fá
svoleiðis hákarla. En svo kemur dálítið merkileg saga sem ég
einmitt var með í. Við lágum þá norður á Munaðarnesfjalli á
bátnum „Skarphéðni“ og þá fengum við tvo hákarla sem kallaðir
voru eggjahákarlar, eða kynþroska hákarlar. Þá lá þar trillubátur
um fjögra tonna sem ég nefndi áðan, „Björg“, og hún fékk einn
hákarl líka, eggjahákarl. En elstu hákarlamenn sem við töluðum
við höfðu aldrei séð eggjahákarl en þeir höfðu heyrt talað um
hann og þetta var eiginlega talin þjóðsaga.
Voru þetta mjög stórir hákarlar?
Þeir voru geysistórir. Það er ekkert hægt að bera þá saman við
6i