Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 66
í þeim. En þá voru teknar kviðlykkjur og lagðar í botninn á
gjótunni og skrápurinn látinn snúa niður og gjótan höfð þannig
að hallaði vel frá. Það var mjög áríðandi.
Hvers vegna var það svona áríðandi?
Það var vegna þess að gömlu mennirnir kölluðu það blásýru-
vökva sem kom úr hákarlinum þegar hann pressaðist og fór að
kasast. Þeir sögðu að þessi vökvi væri eitraður. Hitt er staðreynd
að ef þessi vökvi nær ekki að renna úr hákarlinum verður lykkjan
blásvört á litinn. Hann litar lykkjuna. Þess vegna ríður á að hann
geti komist óhindrað burtu. Þegar við vorum búnir að ganga frá
þessu og leggja kviðlykkjurnar í botninn voru baklykkjurnar tekn-
ar og tekið úr þeim brjóskið, því þetta eru brjóskdýr — þá var
alltaf skilin eftir örþunn brjóskhúð innan í lykkjunni og hryggur-
inn tekinn niður í mænu. Það var gert vegna þess að að við herslu
safnast alltaf á lykkjuna svokölluð para sem verður að skera utan
af og þarna kom nýtingin fram: af því að brjóskhúðin var fór
miklu minna í pöruna. En að fara ekki nema niður að mænu þegar
hryggurinn var tekinn úr var gert til þess að þá tognaði ekki
lykkjan. Þannig fékkst miklu betri og þykkri skyrhákarl úr lykkj-
unni.
Það beindist sem sagt allt að þvi að njta sem mest og sem best. . .
Já, það var ákaflega mikið lagt upp úr því. Nú, svo var lykkjan
þvegin vel og lögð á grúfu sem var kallað, skrápurinn upp. Það var
gert til þess ef rigndi. Vatn mátti alls ekki sitja í kös. Þannig
myndaði skrápurinn þak, vatnið rann niður eftir þakinu, eftir
skrápnum lykkju af lykkju og út um hallann eftir kasarstæðinu,
gat aldrei stoppað við. Þegar búið var að fylla kasarstæðið var
endað með því að setja kviðlykkjur, og nú var skrápurinn látinn
snúa upp, þakið með þeim yfir. Þvínæst var tekið af gömlu segli,
gamall sjógalli eða eitthvað slíkt og þakið yfir. Það var til að verjast
því að hákarlinn sólsoðnaði. Ef sól náði að skína á hákarl sólsoðn-
aði hann svo ótrúlega fljótt og þá var hann alveg óætur. Þá var að
setja farg á þetta. Best var að velja heldur flata steina, ekki mjög
stóra, því ef þeir voru stórir komu vatnsholur ofan í kösina sem
vatn sat í. Þakið var yfir kösina með þessu, en um leið og hákarlinn
64