Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 108
glæfralegt á stundum. — Við komum uppundir Tólfmannaboð-
ann fyrir framan Bæ. Þar var vélinni kúplað að og keyrt inn að
Drangsnesi. Þar biðu okkar menn með hjálpfúsar hendur og
fögnuðu komu okkar eins og títt var þegar sjómenn voru heimtir
úr helju í manndrápsveðrum.
Af hinurn formönnunum, þeim Guðmundi og Ingibergi er það
að segja, að þeir tóku þann kost, að hleypa undan veðrinu inn að
Óspakseyri í Bitrufirði. Biðu þeir þar uns veður gekk niður dag-
inn eftir og farnaðist þeim vel á heimleiðinni.
Ég tel að Sigurður Guðmonsson hafi verið á undan sinni samtíð,
hvað snerti útbúnað hans á bátnum, sem var til fyrirmyndar og
skal hér nefna nokkur dærni um það. Bátnum fylgdi m.a. eftirtal-
inn farviður: 2 árar, gaffalsegl og fokka, hvort tveggja í fyllsta lagi,
ankeri og fimmtán faðma keðja, kompás, haki og rekankeri og var
það þannig útbúið: Járnhringur um 1 m að þvermáli með segldúk
festan á hringinn. Einnig voru festar við hringinn fjórar meters
langar taugar, síðan var ein taug 15 til 20 faðma löng bundin við
þær. Rekankerið notuðum við oft með góðum árangri þegar við
vorum á handfærum, þá rak minna. Einnig var í bát Sigurðar að
finna bárufleyg og var hann þannig úr garði gerður, að þetta var
lóðabelgur með tréhlemm á hliðinni. A hlemmnum voru 8 göt
með trétöppum. Belgurinn var ýmist fylltur með lýsi eða hráolíu.
Væri vindur á eftir bátnum var belgurinn festur á skutinn, en í
hliðarvindi á kinnunginn að framan. I kröppum sjó voru tapparn-
ir teknir úr og því fleiri sem öldurótið var meira. Loks má nefna
hráolíubrúsann, er gripið var til þegar brotsjóar nálguðust, sem
bárufleygurinn réði ekki við. Komu þessi öryggistæki oft í góðar
þarfir, því að Sigurður sótti fast sjóinn, þrátt fyrir lítinn bát.
Sigurður Guðmonsson var frekar fátalaður maður, en í vond-
um veðrurn var hann jafnan glaður og söng við raust, enda söng-
maður góður. Hann mun hafa verið með fyrstu formönnum í
Steingrímsfirði, sem tóku matarbita með sér á sjóinn. Þótt ótrúlegt
sé, þá var það ekki siðvenja á þeim slóðum. En hins vegar höfðu
mennjafnan með sér sýrublöndu á kút í öllum lengri sjóðferðum,
til að geta svalað þorsta sínum. Gamall maður, sem réri frá Gjögri,
sagði mér, að skipverjar hefðu fengið sér sjálfrunnið hákarlalýsi
106