Saga


Saga - 2014, Page 9

Saga - 2014, Page 9
ragnheiður kristjánsdóttir Nýr söguþráður Hugleiðingar um endurritun íslenskrar stjórnmálasögu Saga íslenskra nútímastjórnmála hefst á nítjándu öld og tengist lýðræðisþró- un og þjóðríkismyndun. og eins og hún hefur verið skrifuð (og kennd) hingað til er hún fyrst og fremst saga karla en ekki kvenna. enda þótt þróun sagnfræðinnar sem fræðigreinar, og þá sérstaklega kvenna- og kynjasögunn- ar, hafi fyrir löngu lagt sagnfræðingum í hendur greiningarramma sem ætti að gera þeim kleift að skrifa stjórnmálasögu beggja kynja hefur íslensk stjórnmálasaga haft lítið um konur að segja. Fjallað er um konur í tengslum við félagsmálahreyfingar nítjándu aldar, meðal annars sem stofnendur kvenfélaga og kvennaskóla. eins koma þær við sögu þegar rakin er saga kosningaréttarins, fyrst árið 1882 þegar hluti kvenna fékk rétt til að kjósa til sveitarstjórna, og svo aftur 1908 þegar þær nýttu sér með góðum árangri nýfenginn rétt til að bjóða sig fram til bæjarstjórnar í Reykjavík. Árið 1915 fengu konur svo kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og sjö árum seinna verða þáttaskil þegar fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason, sest á þing fyrir kvennalista. Síðan stíga konur út úr stjórnmálasögunni enda, segir sagan, skilaði næsta tilraun til að bjóða fram kvennalista ekki árangri og í fjóra ára- tugi eða svo áttu konur sárafáa fulltrúa á þingi. Svipaða sögu er að segja af vettvangi sveitarstjórna og því lítið rúm fyrir konur í stjórnmálasögunni allt til þess að Rauðsokkur, kvennaframboð og kvennalisti skjóta upp kollinum á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar. Í greininni verður sýnt fram á hvernig fjalla má meira um þátt kvenna í þróun íslenskra stjórnmála og út frá öðru sjónarhorni en kvenna- og kynjasagan hefur hingað til gert með kvennahreyfinguna og baráttuna fyrir kvenréttindum í forgrunni. en til þess að svo geti orðið þurfa áherslur stjórnmálasögunnar að færast frá hinu form- lega valdi yfir á stjórnmál í víðari skilningi þess orðs. Í almennri umræðu um stjórnmálasögu heyrist því oft fleygt að það vanti ævisögur fleiri stjórnmálakarla. Til dæmis er spurt hvers vegna enn hafi enginn skrifað ævisögu Bjarna Benediktssonar, Geirs G R e I N A R Saga LII:2 (2014), bls. 7–32. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.