Saga - 2014, Page 9
ragnheiður kristjánsdóttir
Nýr söguþráður
Hugleiðingar um endurritun
íslenskrar stjórnmálasögu
Saga íslenskra nútímastjórnmála hefst á nítjándu öld og tengist lýðræðisþró-
un og þjóðríkismyndun. og eins og hún hefur verið skrifuð (og kennd)
hingað til er hún fyrst og fremst saga karla en ekki kvenna. enda þótt þróun
sagnfræðinnar sem fræðigreinar, og þá sérstaklega kvenna- og kynjasögunn-
ar, hafi fyrir löngu lagt sagnfræðingum í hendur greiningarramma sem ætti
að gera þeim kleift að skrifa stjórnmálasögu beggja kynja hefur íslensk
stjórnmálasaga haft lítið um konur að segja. Fjallað er um konur í tengslum
við félagsmálahreyfingar nítjándu aldar, meðal annars sem stofnendur
kvenfélaga og kvennaskóla. eins koma þær við sögu þegar rakin er saga
kosningaréttarins, fyrst árið 1882 þegar hluti kvenna fékk rétt til að kjósa til
sveitarstjórna, og svo aftur 1908 þegar þær nýttu sér með góðum árangri
nýfenginn rétt til að bjóða sig fram til bæjarstjórnar í Reykjavík. Árið 1915
fengu konur svo kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og sjö árum seinna
verða þáttaskil þegar fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason, sest á þing fyrir
kvennalista. Síðan stíga konur út úr stjórnmálasögunni enda, segir sagan,
skilaði næsta tilraun til að bjóða fram kvennalista ekki árangri og í fjóra ára-
tugi eða svo áttu konur sárafáa fulltrúa á þingi. Svipaða sögu er að segja af
vettvangi sveitarstjórna og því lítið rúm fyrir konur í stjórnmálasögunni allt
til þess að Rauðsokkur, kvennaframboð og kvennalisti skjóta upp kollinum
á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar. Í greininni verður sýnt fram á
hvernig fjalla má meira um þátt kvenna í þróun íslenskra stjórnmála og út
frá öðru sjónarhorni en kvenna- og kynjasagan hefur hingað til gert með
kvennahreyfinguna og baráttuna fyrir kvenréttindum í forgrunni. en til þess
að svo geti orðið þurfa áherslur stjórnmálasögunnar að færast frá hinu form-
lega valdi yfir á stjórnmál í víðari skilningi þess orðs.
Í almennri umræðu um stjórnmálasögu heyrist því oft fleygt að það
vanti ævisögur fleiri stjórnmálakarla. Til dæmis er spurt hvers
vegna enn hafi enginn skrifað ævisögu Bjarna Benediktssonar, Geirs
G R e I N A R
Saga LII:2 (2014), bls. 7–32.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 7