Saga - 2014, Side 10
8
Hallgrímssonar, Magnúsar Jónssonar, Jóns Baldvinssonar eða Ólafs
Jóhannessonar.1 og þegar ný ævisaga stjórnmálaleiðtoga birtist á
prenti fagna sérfræðingar því að þar með hafi verið stoppað í göt,
að nýir bitar hafi bæst í púslið. enginn efast um mikilvægi þess að
skrifa um ævi og starf forystumanna í íslenskum stjórnmálum eða
gefa endurminningar þeirra út á prenti. Í ritdómum er fullyrt að það
sé fengur að þessum ritum, þau séu grundvallarheimildir, ef ekki
beinlínis skyldulesning fyrir alla þá sem láta sig varða íslensk stjórn-
mál á tuttugustu öld.2 Hugmyndin sem hér liggur að baki er
væntanlega sú að með þessum ævisögum fáist betri skilningur á
valdaafstæðum stjórnmálanna, fyllri mynd af því hvernig stjórnmál-
in gengu fyrir sig og betri sýn á mikilvæga stóratburði stjórnmála-
sögunnar svo sem lýðveldisstofnun, samskiptin við Bandaríkin eða
þorskastríðin. Áherslan er með öðrum orðum á hina stóru gerendur
í stjórnmálasögunni. Söguþráðurinn er gefinn, markmiðið er að
rekja sögu íslenska ríkisvaldsins, eða nánar tiltekið þeirra stjórn-
málamanna sem fóru með valdið.
en einmitt vegna þess að söguþráðurinn liggur í stórum dráttum
fyrir má slá því föstu að slíkar bækur séu ekki endilega líklegar til
að dýpka skilning okkar á þróun íslenskra stjórnmála. og síður lík-
legar til þess en ef einhver tæki sig til og skrifaði sögu Aðalbjargar
Sigurðardóttur, Auðar Auðuns, Dagnýjar ellingsen, Dýrleifar
Árnadóttur, elísabetar eiríksdóttur, Guðrúnar Lárusdóttur, Indíönu
Garíbaldadóttur, Ingibjargar Benediktsdóttur, Ingibjargar Steins -
dóttur, Jónínu Jónatansdóttir, karítasar Skarphéðinsdóttur, katrínar
Pálsdótur, katrínar Thoroddsen, kristínar Guðmundardóttur, krist -
ínar Ólafsdóttur, Laufeyjar valdimarsdóttur, Lilju Hablaub, Mar -
grétar Árnadóttur, Rannveigar kristjánsdóttur, Rannveigar Þor -
ragnheiður kristjánsdóttir
1 Hér er eitt dæmi: Á umræðufundi um nýútkomnar bækur Svavars Gestssonar
og Styrmis Gunnarssonar á bókamessu sem haldin var í nóvember 2012 varð
gestum tíðrætt um ævisögur stjórnmálakarla sem enn væri ekki búið að skrifa.
ef ég man rétt var ekki minnst á konur. Um bókamessuna: Reykjavík bómennta-
borg Unesco, Bókamessa í bókmenntaborg, http://bokmenntaborgin.is/boka
messa-i-bokmenntaborg1/, 3. september 2014.
2 Sjá t.d. Ólafur Þ. Harðarson, „Tímamótaverk byggt á ómetanlegum heimildum“,
Stjórnmál og stjórnsýsla 6:2 (2010), http://www.irpa.is/article/view/1076/
pdf_185, 11. október 2014; Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „varnarrit fyrir
Geir Hallgrímsson“, Stjórnmál og stjórnsýsla 8:2 (2012), bls. 585–589; Ólafur Þ.
Harðarson, „Fyrstu ár merks forystumanns“, Stjórnmál og stjórnsýsla 9:2 (2013),
bls. 55–57.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 8