Saga - 2014, Page 20
aðallega sprottinn af áhuga stjórnmálamanna á sögu sinni og póli-
tískri arfleifð.29
ef það er rétt, sem hér er haldið fram, að sagnaritun um íslensk
stjórnmál hafi almennt verið fremur hefðbundin, þ.e.a.s. upptekin
af þeim einstaklingum sem fóru með valdið, leiðir af sjálfu sér að
konur hlutu að verða útundan. Stjórnmálasaga kvenna var einfald-
lega ekki sögð, vegna þess að konur komust ekki til valda og höfðu
þar með takmörkuð áhrif á þróun íslenska þjóðríkisins. Hér gilti það
sama um þær og þá fjölmörgu karla sem helguðu sig stjórnmálum
sem almennir þátttakendur — með umræðum, ræðuhöldum og
stjórnmálaskrifum — án þess að hafa orðið lykilpersónur í íslenskri
stjórnmálasögu. og vegna þess að áherslan hefur verið á athafnir
stjórnmálaleiðtoga, frekar en sögu þeirra hugmynda- og menning-
arstrauma sem mótuðu íslensk stjórnmál á tuttugustu öld, hefur
verið lítið svigrúm til umræðu um það sem þær stjórnmálakonur
sem nefndar voru hér að framan voru fyrst og fremst að fást við
ragnheiður kristjánsdóttir18
Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar við ríkisráðsborðið. Af vef forsætis ráðu neytis.
29 Þessi tengsl sagnaritunar og pólitískrar arfleifðar voru til umræðu í „Sjálfs -
sköpun sögulegrar arfleifðar. Stjórnmálamenn svara Sigrúnu Pálsdóttur“, Saga
XLvII:1 (2009), bls. 13–27. Sjá einnig Guðni Th. Jóhannesson, „Raupað úr ráðu -
neytum. Stjórnmál, sjónarhorn, minni, tilgangur“, Saga L:1 (2014), bls. 153–168.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 18