Saga - 2014, Side 24
þræði femínískrar stjórnmálaorðræðu.41 Allt eru þetta skrif sem snú-
ast um stöðu kvenna í samfélaginu, völd og áhrif, og niður stöður
þeirra skipta því máli þegar íslensk stjórnmálaþróun er rakin,
þ.e.a.s. séu stjórnmálin skilin víðum skilningi eins og nú tíðkast í
fræðilegri umræðu um mörk og viðfang stjórnmálasögu.
en rannsóknir á kvenna- og kynjasögu hafa enn ekki teygt anga
sína inn í stjórnmálaflokkana eða aðrar félagshreyfingar þar sem
konur og karlar störfuðu saman. Það á sinn þátt í því að kvenna er
sjaldan getið í almennri umfjöllun um þróun íslenskra nútíma-
stjórnmála. enn virðist tilhneigingin sú að bæta stjórnmálasögu
kvenna við innan hornklofa, svo að segja, eða aftanmáls.42 Í um -
fjöllun um bók Helga Skúla kjartanssonar, Ísland á 20. öld sem kom
út árið 2002, vakti erla Hulda Halldórsdóttir til dæmis athygli á því
að um kvennapólitík fyrstu áratuga tuttugustu aldar væri fjallað í
kafla um menningu og samfélag en ekki í kafla um al menna stjórn-
málaþróun þessara áratuga.43 ein leið til að breyta þessu er að
beina sjónum að sögu kyns og kyngervis innan ís lenskra stjórn-
málaflokka.
Undanfarin ár hefur borið á viðleitni til að halda á loft minningu
brautryðjenda í kvenréttindabaráttunni. Árið 2007 var afhjúpaður
minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur við Þingholtsstræti í
Reykjavík.44 Nokkru síðar var ákveðið að breyta fjórum götunöfn -
ragnheiður kristjánsdóttir22
41 Hér er ég að vísa til rannsókna þeirra Þorgerðar einarsdóttur, Sigríðar Þor -
geirsdóttur, Þorgerðar Þorvaldsdóttur, Gyðu Margrétar Pétursdóttur, Guð-
nýjar Gústafsdóttur og katrínar Önnu Guðmundsdóttur o.fl. Sjá t.d.: Þor -
gerður einarsdóttir, Bryddingar um mannanna verk (Reykjavík: Félags vís inda -
stofnun og Háskólaútgáfan 2000); Þorgerður einarsdóttir og Guðbjörg Lilja
Hjartardóttir, „kynjaskekkja í stjórnmálum. Breytingar og áhrifavaldar“,
Stjórn mál og stjórnsýsla 5:1 (2009), bls. 7–25; Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerð -
ur einarsdóttir, „„Færar konur“. Frá mæðrahyggju til nýfrjálshyggju — hug-
myndir um opinbera þátttöku kvenna 1900–2000“, Saga LI:1 (2013), bls. 53–93;
Sigríður Þorgeirsdóttir, Kvenna megin. Ritgerðir um femíníska heimspeki (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan 2001). Sjá jfr. greinar sem hafa birst í ritröðinni Rannsóknir
í félagsvísindum, tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, Ritinu. Tímariti Hugvísinda -
stofnunar og Fléttum.
42 Hér mætti líka nota hina fleygu líkingu, „add women and stir“.
43 erla Hulda Halldórsdóttir, „Litið yfir eða framhjá? yfirlitsrit og kynjasaga“,
Saga XLII:1 (2004), bls. 133–138, hér bls. 135.
44 Reykjavíkurborg, Fréttasafn. Minnisvarði um Bríeti afhjúpaður, http://eldri.
reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4529/7787_read-8706/7787_page-5/,
5. september 2014.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 22