Saga - 2014, Page 30
fjallkonunnar, Sovétkonunnar, hinnar (sósíaldemókratísku) skandin -
avísku konu og hinnar amerísku húsmóður, og þá í tengslum við
þróun kyngervis, þegnréttar og þjóðernis. Í því samhengi liggur svo
beint við að skoða að hvaða marki íslenskar vinstri konur tengdust
þverþjóðlegum femínískum straumum og kvenréttindasamtökum.
Allt eru þetta dæmi um spurningar sem hafa verið í forgrunni í
erlendri fræðilegri umræðu um konur og kyngervi á vinstri væng
stjórnmálanna, þar sem áherslan hefur verið á aðferðir sem rekja má
til menningar- og kynjasögu.57
ragnheiður kristjánsdóttir28
57 Sjá t.d. Joan Sangster, Dreams of Equality. Women on the Canadian Left, 1920–1950
(Toronto: McClelland & Stewart 1989); Gender and Class in Modern Europe. Ritstj.
Laura L. Frader og Sonya Rose (Ithaca: Cornell University Press 1996);
Working Out Gender. Perspectives from Labour History. Ritstj. Margaret Walsh
(Aldershot: Ashgate 1999); June Hannam og karen Hunt, Socialist Women.
Britain, 1880s to 1920s (London og New york: Routledge 2002); kathleen
Canning, Gender History in Practice. Historical Perspectives on Bodies, Class and
Citizenship (Ithaca: Cornell 2006); Crossing boundaries. Women’s organizing in
Europe and the Americas, 1880s to 1940s. Ritstj. Pernilla Jonsson, Silke Neun -
singer og Joan Sangster (Uppsala: University of Uppsala Press 2007).
kommúnistar, karlar og konur, undir bárujárnsvegg á millistríðsárunum. —
Ljósm. óþekktur. Ljósmyndasafn Dagsbrúnar.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 28