Saga - 2014, Síða 31
Að lokum
Þær nýju áherslur í ritun íslenskrar stjórnmálasögu sem hér hafa
verið reifaðar eru fyrir löngu orðnar viðteknar í aðferðafræðilegri
umræðu um sagnfræði. Tillögur um að skoða grasrótarstarf og
orðræðu, hugmyndir um að beina sjónum að pólitískri baráttu fyrir
breyttu samfélagi, valdaafstæðum og valdabaráttu annars staðar en
í efsta lagi stjórnmálanna, geta í sjálfu sér varla talist byltingar-
kenndar. Samt sem áður er staðreyndin sú að fræðileg umræða um
íslenskar stjórnmálahreyfingar hefur að mjög takmörkuðu leyti
færst inn á þessar brautir. Hugmyndin um mikilvægi þess að fylla
betur upp í myndina af sögu hins formlega valds hefur verið lífseig.
Sögur þeirra stjórnmálakarla sem fremst stóðu í stjórnmálabarátt-
unni, samskipti þeirra við valdhafa í öðrum ríkjum, sigrar þeirra og
misgjörðir, halda áfram að yfirgnæfa umræðuna. og þeir sagnfræð -
ingar sem aðhyllast annars konar nálgun virðast halda sig fjarri
sögu íslenskra stjórnmálahreyfinga. Þar á meðal eru sérfræðingar á
sviði kvenna- og kynjasögu.
vandinn liggur því líka þar. kvenna- og kynjasaga sem horfir
framhjá stjórnmálaflokkunum skilur eftir eyðu í sögunni af stjórn-
málabaráttu og stjórnmálastarfi íslenskra kvenna. Rannsóknir á sögu
kvenna, kyns og kynjaafstæðna hafa vissulega leitt til þess að braut -
ryðjendur kvennabaráttunnar hafa fengið aukið rúm í al mennri
umfjöllun um íslensk stjórnmál. en sú viðbót hefur verið takmörkuð
við þær konur sem höfðu mælanleg áhrif og völd — Bríeti, þingkon-
ur, ráðherra, Rauðsokkur og kvennaframboð. Þeim hefur með öðrum
orðum verið bætt við á forsendum hins hefð bundna sjónarhorns.
Með hjálp þeirra sem hafa lagt sig eftir ritun kvennasögu eru stórir
áfangar í réttindabaráttu kvenna og konur sem sköruðu framúr sem
sagt komnar á hin alræmdu spjöld (stjórnmála)sögunnar.
Aðferðir og áherslur menningar- og kynjasögu opna leiðir til að
skrifa um stjórnmálaumhverfi íslenskra kvenna — í víðum skilningi,
eiginlegum og óeiginlegum. Í stefnuskrám flokkanna, flokksblöð um,
kosningabæklingum og ritum sem sérstaklega voru ætluð konum58
má greina orðræðu um kyn og kvenfrelsi. Ljósmyndir og frásagnir af
vettvangi stjórnmálabaráttunnar gefa svo frekari vísbendingar um
birtingarmyndir kyns í hinu opinbera rými. Þá veita gögn úr innra
nýr söguþráður 29
58 T.d. kvennasíðum Alþýðublaðsins og Þjóðviljans, tímariti kvennadeildar komm -
únistaflokksins, Nýju konunni (1932–1955), og tímaritinu Melkorku (1944–1962).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 29