Saga - 2014, Page 32
starfi flokkanna — þar á meðal starfi kvennadeildar kommúnista -
flokksins, kvenfélags Sósíalistaflokks og kvenfélags Alþýðuflokks —
okkur sýn á það rými sem konum var skapað innan flokkanna. og
þótt hér hafi sérstaklega verið hugað að vinstri flokkunum má
auðveldlega heimfæra þessar nálgunaraðferðir (að breyttu breytanda)
upp á aðrar stjórnmálahreyfingar. Það er t.a.m. löngu tímabært að
skoða nánar stöðu kvenna innan Sjálfstæðis flokksins og spyrja t.d. á
hvaða forsendum og í hvaða samhengi Guðrún Lárusdóttir og Auður
Auðuns voru valdar til þingsetu og annarra trúnaðarstarfa fyrir flokk-
inn.59 var litið á þær sem fulltrúa kvenna og/eða kvennahreyfingar-
innar eða voru þær fyrst og fremst fulltrúar síns flokks?60 Að hvaða
marki ber afstaða þeirra til kvenréttinda þess merki að þær voru
fulltrúar hægrisinnaðrar stjórnmálahreyfingar? Hvert var megin-
markmið Hvatar, kvenfélags flokks ins sem stofnað var árið 1937?
Átti það að vera kvenfélag til stuðnings meginstarfi flokksins (eins
konar innra hjól eins og í Rótarýhreyfingunni) eða má skilgreina það
sem kvenréttindafélag?
enn eru svo ótaldir kostir þess að nýta bréfaskriftir kvenna, dag-
bækur og aðrar persónulegar heimildir við rannsóknir á lífi og starfi
íslenskra stjórnmálakvenna. Á undanförnum árum hafa fræðimenn
í auknum mæli haldið fram gildi þess að skoða stjórnmálalíf kvenna
út frá þeim persónulegu gögnum sem þær skildu eftir sig.61 Mark -
miðið er þá meðal annars að kanna hvernig hugmyndir og lífs-
reynsla stjórnmálakvenna fléttaðist saman. Jafnframt því geta slíkar
ragnheiður kristjánsdóttir30
59 Auður gegndi embætti borgarstjóra ásamt Geir Hallgrímssyni í tæpt ár í lok 6.
áratugarins og embætti dómsmálaráðherra í tæpt ár eftir að Bjarni Benedikts -
son forsætisráðherra féll frá árið 1970 (Jóhann Hafstein, sem hafði verið dóms-
málaráðherra, tók við embætti forsætisráðherra). Um starfsferil Auðar sjá
Alþingi, Alþingismannatal (frá 1845), http://www.althingi.is/altext/cv/is/?
nfaerslunr=25 , 2. september 2014.
60 Þótt ég hafi ekki kannað það skipulega virðist hafa verið töluverður munur á
aðstöðu Guðrúnar og Auðar að þessu leyti, Guðrún hafi fremur verið sérlegur
fulltrúi kvenna (hún gaf t.d. út sína eigin stefnuskrá fyrir landskjörið 1930 sem
varðveitt er á kvennasögusafni) en Auður frekar fulltrúi flokksins. Um
ævistarf Guðrúnar sjá Björg einarsdóttir, „Alþingismaður og rithöfundur“, Úr
ævi og starfi íslenskra kvenna 2, bls. 350–371. Um ævistarf Auðar Auðuns sjá
Björg einarsdóttir, „Auður Auðuns“.
61 Slíkar áherslur má rekja til þess sem í fræðilegri umræðu hefur verið nefnt „the
biographical turn”. Um ævisögu-áhersluna og leiðir til að skrifa um líf kvenna
út frá persónulegum heimildum sjá erla Hulda Halldórsdóttir, „Táknmynd
eða einstaklingur“ og Rósa Magnúsdóttir, „Þóra, kristinn og kommúnisminn“.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 30