Saga - 2014, Page 35
guðni th. jóhannesson
vitnisburður, aðgangur og
mat heimilda
Bresk skjöl og bandarísk um bankahrunið
á Íslandi 2008
Hvað segja bresk skjöl og bandarísk um bankahrunið á Íslandi? Í leit að
svörum við því verður fyrst vikið að þeim almenna vanda að reglur um
leynd yfir nýlegum gögnum hamla rannsóknum. Á hinn bóginn hafa upp-
ljóstranir Wikileaks-samtakanna og óskir um aðgang að skjölum í nafni
upplýsingalaga varpað dálítilli birtu inn í myrkviði safnanna. og hvað kem-
ur þá í ljós? Bæta þær heimildir sem sjást einhverju við þekkingu okkar á
orsökum hrunsins á Íslandi 2008? Segja þær eitthvað markvert um afstöðu
breskra og bandarískra valdhafa og embættismanna? Má trúa þeim eins og
nýju neti? Þarf ekki að vega þær og meta, einkum í ljósi þess að svo margar
heimildir eru enn á huldu? Getur jafnvel verið gott að gögn af þessu tagi
komi ekki að fullu fyrir almenningssjónir fyrr en að nokkrum tíma liðnum,
þegar öldur hefur lægt og menn freistast ekki í eins miklum mæli til að nota
og misnota söguna í pólitískum leik?
„Skrár, bréf og skjöl eru, eins og allir vita, hinn vissasti og áreiðan-
legasti grundvöllr sögunnar í hverju landi sem er.“ Þannig hóf Jón
Sigurðsson forseti formála sinn að Íslensku fornbréfasafni.1 orð hans
rímuðu vel við álíka yfirlýsingar víðar á vesturlöndum um miðja
nítjándu öld, þegar sagnfræði öðlaðist sinn sess sem fræði meðal
fræða. Menn fengu þá í ríkari mæli en áður að nýta sér heimildir í
skjalasöfnum ríkis og kirkju og þær opinberu heimildir þóttu for-
senda allrar sagnaritunar.2 Um leið sögðu sagnfræðingar þess tíma,
Saga LII:2 (2014), bls. 33–57.
vefheimildir voru síðast skoðaðar og staðfestar 16. okt. 2014 nema annað sé tekið
fram.
1 Jón Sigurðsson, „Formáli“. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfa safn I.
Ritstj. Jón Sigurðsson (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmennta fjelag 1857),
bls. III−XII.
2 Sjá t.d. G. P. Gooch, History and Historians in the Nineteenth Century (London:
Longmans, Green and Co, 2. útg. 1952), einkum bls. 72−121 og Harry elmer
Barnes, A History of Historical Writing (New york: Dover Publications, 2. útg.
1962), bls. 228−229.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 33