Saga - 2014, Page 39
ári komu ferskar heimildir fram í dagsljósið á vesturlöndum. Í
Banda ríkjunum birtust gögn einatt fyrst í opinberu safni stjórn -
valda, Foreign Relations of the United States, og voru síðan aðgengileg
á bandaríska alríkisskjalasafninu.17 Heimildir á borð við skeytasend-
ingar milli sendiráða og utanríkisráðuneytisins í Washington gátu
jafnvel komið fyrir augu almennings um 15−20 árum eftir að þau
voru samin.18
Í Bretlandi urðu mikil umskipti árið 1967, þegar leynd yfir flest-
um opinberum skjölum var stytt úr hálfri öld í 30 ár. Þá töluðu
menn um að flóðgáttir hefðu opnast, líkt og gerðist seinna við hrun
alræðisríkjanna í austri.19 Hérlendis sætti Þór Whitehead fyrst lagi
á áttunda áratug 20. aldar og nýtti sér nýbirt gögn í breskum og
bandarískum skjalasöfnum.20 Æ síðan hafa nýjar upplýsingar sett
svip sinn á kaldastríðsrannsóknir og jafnvel ráðið gangi þeirra.21
Þegar valur Ingimundarson birti árið 2002 rit sitt um samskipti
Íslands og Bandaríkjanna 1960−1974 kvaðst hann ekki hafa búist við
að geta rannsakað seinni hluta tímabilsins svo fljótt sem raun bar
vitni, en dyr hefðu blessunarlega opnast að skjalasafni Richards
Nixons Bandaríkjaforseta. Það hefði öllu breytt.22
Svipaða sögu má segja um landhelgismál, þorskastríð og sam-
skipti Íslands og Bretlands. Þegar ég ákvað að sækja um doktors -
nám í sagnfræði við háskólann í oxford, árið 1997, og skrifa um
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 37
Ritstj. Matthias Schulz og Thomas A. Schwartz (Cambridge: Cambridge
University Press 2009), bls. 333−352, hér bls. 342 og 350.
17 Sjá „Historical Documents. Foreign Relations of the United States“. U.S.
Department of State. office of the Historian, http://history.state.gov/his
toricaldocuments.
18 Craig Robertson, „Mechanisms of exclusion: Historicizing the Archive and the
Passport“, Archive Stories: Facts, Fiction, and the Writing of History. Ritstj. Antoinette
Burton (Durham, NC: Duke University Press 2006), bls. 68−86, hér bls. 75.
19 Modern England 1901−1970. Conference on British Studies bibliographical
handbooks. Alfred F. Havighurst tók saman (Cambridge: Cambridge
University Press 1976), bls. vii.
20 Þór Whitehead, „Hvað sögðu Bandaríkjamenn um íslenzk stjórnmál?“,
Eimreiðin 79:1 (1973), bls. 6−29; „Stórveldin og lýðveldið 1941−1944“, Skírnir 147
(1973), bls. 202−241; „Lýðveldi og herstöðvar“, Skírnir 150 (1976), bls. 126−172.
21 Stutt yfirlit í valur Ingimundarson, „Saga utanríkismála á 20. öld“, Saga
XXXvIII (2000), bls. 207−227, einkum bls. 210−215.
22 valur Ingimundarson, Uppgjör við umheiminn. Samskipti Íslands og Banda ríkjanna
1960−1974. Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan (Reykja -
vík: vaka-Helgafell 2001), bls. 7.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 37