Saga - 2014, Side 41
skjöl þó aðgengileg og leynd yfir þeim er réttlætt með vísun í reglur
um þau efni, einkum lagabókstafina 1.4 (b) „Foreign Government
Information“ (upplýsingar sem varða erlend stjórnvöld) eða 1.4 (d)
„Foreign Relations and Confidential Human Sources“ (erlend sam-
skipti og trúnaðarsamtöl).28
Skjöl þurfa þó ekki að vera hulin leynd með öllu. embættismenn
fara gjarnan bil beggja, einkum þegar brugðist er við beiðnum um
aðgang á grundvelli upplýsingalaga, og hylja aðeins það sem leynt
þarf að fara að mati þeirra og í laganna nafni. Milli orða eða máls-
greina verða þá svartar eyður sögunnar.
Wikileaks veitir óvænta sýn
Bandarískir ráðamenn urðu þess vegna fyrir miklu áfalli árið 2010,
þegar Wikileaks-samtökin birtu í óleyfi yfir 250.000 skeyti úr safni
bandaríska utanríkisráðuneytisins frá árinu 1966 til samtímans.29
viðkvæmar upplýsingar lágu skyndilega á glámbekk. Uppljóstrunin
hlaut að skaða samskipti ráðamanna í Washington við fulltrúa ann-
arra ríkja enda brugðust menn ókvæða við vestra.30 Um leið komust
utanríkissagnfræðingar óvænt í feitt, ekki síst þeir sem vildu rann-
saka bankahrunið á Íslandi haustið 2008.
Wikileaks-skjölin sýna hvað bandarískir stjórnarerindrekar í
Reykjavík skrifuðu um aðdraganda hrunsins og hamaganginn sjálf-
an, að vísu með mikilvægum fyrirvörum. Skjöl sem voru auðkennd
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 39
28 „Redaction codes“, The National Archives (Bandaríkjunum), http://www.
archives.gov/declassification/iscap/redaction-codes.html. Sjá einnig „NARA
Basic Laws and Authorities“, The National Archives (Bandaríkjun um), febrúar
2008, http://www.archives.gov/about/laws/.
29 „United States diplomatic cables leak“, Wikipedia, http://en.wikipedia.
org/wiki/United_States_diplomatic_cables_leak. Sjá einnig Steven Lee Myers,
„Charges for Soldier Accused of Leak“, New York Times, 6. júlí 2010, http://
www.nytimes.com/2010/07/07/world/middleeast/07wikileaks.html.
30 Sbr. David Leigh og Luke Harding (með ed Pilkington, Robert Booth og
Charles Arthur), WikiLeaks. Inside Julian Assange‘s War on Secrecy (London:
Guardian Books, 2. útg. 2013), bls. 188−189, 194−209 og 245−246. Sjá einnig
Jordan Stancil, „on WikiLeaks and Government Secrecy“, The Nation, 3. des.
2010, http://www.thenation.com/article/156835/wikileaks-and-government-
secrecy#; Raik Lorenz, The Cablegate Shock — Does WikiLeaks upset the „Special
Relationship“ Narrative of Transatlantic Relations? Research Paper (München:
GRIN verlag 2013), bls. 9−16. Í óformlegum samtölum við innlenda og erlenda
stjórnarerindreka undanfarin ár hef ég líka fengið þetta sjónarmið staðfest.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 39