Saga - 2014, Qupperneq 43
kergja hafði líka hlaupið í fólk beggja vegna samningaborðs og þetta
ár fann Carol van voorst, sendiherra Bandaríkjanna, að því að stjórn-
völd vildu ekki leggja nægilegt fé í stríðsrekstur Atlants hafsbanda -
lagsins í Afganistan.34 Á sama tíma bárust fáar fregnir frá sendiráðinu
um efnahagsástandið á Íslandi. Þegar komið var fram á vor 2008
sendi van voorst hins vegar ítarlega lýsingu vestur á aukn um vand -
ræðum og hættu á skyndilegu hruni (e. „sudden downfall“). Í máli
hennar kom fram, líkt og aðrir ítrekuðu síðar, að Íslend ingar reyndu
að kenna útlendingum um sitt sjálfskaparvíti að ósekju. engum
orðum var vikið að því að Bandaríkjastjórn ætti kannski að koma til
aðstoðar heldur einungis fylgjast með því sem gengi á.35
Í september 2008 tók skeytum úr sendiráðinu að fjölga. Sagt var
frá alþekktum tíðindum úr fjölmiðlum eins og falli krónunnar og
yfirtöku ríkisins á Glitni. Í byrjun október sáu stjórnarerindrekarnir
svo að stórtíðindi voru í vændum. Skeytin urðu enn tíðari, í þeim var
byggt á trúnaðarsamtölum og atburðarásin var greind. Föstu daginn
3. október, þegar staða bankanna var greinilega orðin grafalvarleg,
gerði van voorst mikið með þau ummæli Grétu Ing þórs dóttur, að -
stoðarmanns Geirs H. Haarde forsætisráðherra, að áhrifarík öfl innan
Sjálfstæðisflokksins ynnu að falli ríkisstjórnar hans og Samfylk ingar -
innar á allra versta tíma. Í því ljósi þyrfti líka að skoða orð Davíðs
oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands og fyrrver-
andi formanns Sjálfstæðisflokksins, um þjóðstjórn á ör laga tímum.36
Fjórum dögum síðar var Alþingi búið að setja neyðarlögin,
Landsbanki og Glitnir komnir í þrot og bjargráð virtist helst að finna
í Moskvu. Í tveimur skeytum þennan dag, 7. október, sagði sendi -
ráðið frá „Rússaláninu“ svonefnda sem Davíð oddsson greindi frá
þann morgun. Daginn eftir leitaði Neil klopfenstein, næstráðandi
sendiráðsins, fundar við Sturlu Pálsson, framkvæmdastjóra alþjóða-
og markaðssviðs Seðlabankans, sem sagði 95% líkur á því að risalán
fengist að austan.37
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 41
34 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til utanríkisráðherra í Washington, 9. júní
2006, https://wikileaks.org/plusd/cables/06ReykJAvIk206_a.html.
35 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðu neytis,
utanríkisráðherra í Washington og fleiri, 7. apríl 2008, https://wikileaks.
org/plusd/cables/08ReykJAvIk55_a.html.
36 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til viðskiptaráðuneytis, fjármála ráðu neytis,
utanríkisráðherra í Washington og fleiri, 3. október 2008, https://wikileaks.
org/plusd/cables/08ReykJAvIk217_a.html.
37 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðu-
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 41