Saga - 2014, Síða 46
ríkisráðherra, hallmæla í fjölmiðlum Bandaríkjunum „sem bara gefa
okkur fingurinn“ og Guðna Ágústsson, þingmann Framsóknar -
flokksins, taka í svipaðan streng á Alþingi.47
Andúðin í garð bandarískra stjórnvalda kom sendiráðsliðum í
opna skjöldu, að því er virðist. Þeir brugðust samstundis við og
sögðust hafa gengið úr skugga um það að beiðni um tvíhliða
gjaldmiðlaskiptasamninga við bandaríska seðlabankann hefði lítt
eða illa verið fylgt eftir. Þar að auki hefði enginn úr Seðlabanka
Íslands eða íslensku ráðuneyti rætt við fulltrúa fjármálaráðu neytis -
ins í Washington, fyrir utan samskipti við lágtsettan embættismann
þar og símtal Árna M. Mathiesens fjármálaráðherra við aðstoðar -
ráðherra mánudaginn 6. október, þegar allt var komið í kaldakol.48
Það segði svo meira en mörg orð að starfsfólk sendiráðsins hefði
orðið að telja Árna á að hitta annan aðstoðarráðherra fjármálaráðu-
neytisins í ferð hans til Washington, sem hófst 9. október.49
„okkur er fyrirmunað að skilja hvers vegna Íslendingarnir hafa
ekki tekið upp tólið, sagt hvers þeir þarfnast og hvernig við gætum
orðið að liði,“ skrifaði van voorst um þessar mundir. einni skýringu
stakk hún þó upp á: að þykkjuþungur Davíð oddsson stæði í vegi
fyrir því að Íslendingar héldu með betlistaf vestur. Sérstaklega væri
hann víst á móti því að leitað yrði ásjár hjá Alþjóðagjald eyris -
sjóðnum. Sendiherrann sagði í nokkrum skeytum til Washington að
Davíð væri til trafala og hafði orð ýmissa áhrifamanna innan
Sjálfstæðisflokksins fyrir því mati sínu.50 Í skeyti sendiráðsins 10.
október var sömuleiðis vitnað í tvo íslenska bankamenn, ónefnda en
guðni th. jóhannesson44
47 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til viðskiptaráðuneytis, fjármálaráðuneytis,
utanríkisráðherra í Washington og fleiri, 7. október 2008, 11:53 og 17:30,
https://wikileaks.org/plusd/cables/08ReykJAvIk219_a.html og https://wiki
leaks.org/plusd/cables/08ReykJAvIk221_a.html.
48 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkisráð herra í
Washington og fleiri, 8. október 2008, 16:43, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk223_a.html.
49 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkis ráð herra í
Washington og fleiri, 9. október 2008, 18:13, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk227_a.html.
50 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkisráð herra í
Washington og fleiri, 8. október 2008, 19:24, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk225_a.html; van voorst (Reykjavík) til fjármála ráðu -
neytis, utanríkisráðherra í Washington og fleiri, 29. október 2008, https://wiki-
leaks.org/plusd/cables/08ReykJAvIk253_a.html. Sjá einnig knight, „The
Secret History of the Collapse“.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 44