Saga


Saga - 2014, Page 54

Saga - 2014, Page 54
„eftirtalin atriði“. en þau fást ekki birt, vegna þeirra hagsmuna breskra stjórnvalda að þeir sem ræða við fulltrúa þeirra megi vita að trúnaður hvíli yfir orðum þeirra um árabil.74 Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er vel dregið saman að neyðarlagadaginn 6. október og þar um bil reyndu íslenskir ráðherrar og embættismenn að forðast samtöl við Whitting sendiherra og aðra fulltrúa breskra stjórnvalda. Sömuleiðis vildu þeir vera loðnir í svörum þegar tekist hafði að króa þá af. Það kom skýrt á daginn í símtali fjármálaráðherranna Árna M. Mathiesens og Alistair Darlings, en dæmin eru annars fjölmörg.75 Svo mörgu var að sinna þessa örlagaríku daga að ekki gafst ráðrúm til að huga að öllu sem þurfti. Á hinn bóginn máttu ráðamenn vita að afstaða breskra stjórnvalda skipti sköpum þegar Icesave-reikningarnir voru annars vegar. Með hliðsjón af bresku heimildunum má spyrja hvort það hafi verið skynsamlegt að fara undan í flæmingi. Þær staðfesta að valdhafar ytra fylltust tortryggni og reiði í stað þess að ljá máls á sameiginlegum lausnum. Þetta hefði ekki skipt máli ef valdhafar í Reykjavík hefðu bók- staflega getað sagt öllum útlendingum að fara til fjandans. en sú var varla raunin. Bresku skjölin gefa í það minnsta til kynna að breskum ráðamönnum fannst þeir hafa öll ráð Íslendinga í hendi sér, að íslensk stjórnvöld myndu einfaldlega viðurkenna ábyrgð á Icesave- innstæðum með góðu eða illu. Rás atburða virtist síðan staðfesta það viðhorf. Síðdegis 11. október var létt yfir Ian Whitting, ef marka má skeyti sem hann sendi þá frá Reykjavík. Fulltrúar breska fjár- málaráðuneytisins væru á leið heim, fundir þeirra með íslenskum embættismönnum hefðu gengið vel og vænta mætti samkomulags um Icesave-reikningana.76 Þegar hér var komið sögu ræddu breskir embættismenn sín á milli um þá „auðveldu sigra“ (e. quick wins) sem þeir ættu nú að vinna. Þeir voru útskýrðir en eru faldir undir svörtu bleki eins og sakir standa. Um leið var vakið máls á því að þegar samkomulag um Icesave-samningana væri í höfn ættu bresk stjórnvöld að varpa guðni th. jóhannesson52 74 FOIA. Whitting sendiherra í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 10. október 2008, 15:00. 75 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna vII, bls. 147−151. Sjá einnig Árni M. Mathiesen og Þórhallur Jósepsson, Árni Matt. Frá bankahruni til byltingar (Reykjavík: veröld 2010), bls. 55 og 209−213. 76 FOIA. Whitting sendiherra í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 11. október 2008, 17:20. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.