Saga - 2014, Side 56
geyma. Bjarni Benediktsson, sem varð formaður Sjálfstæðisflokksins
árið 2009, vísaði á bug frásögnum bandarísks stjórnarerindreka af
fundum með honum og fordæmdi „innantómar vangaveltur ein-
angraðra embættismanna í erlendu sendiráði“ sem hefðu „nákvæm-
lega ekkert gildi enda úr lausu lofti gripnar“.80 vali Ingimundarsyni
sagnfræðingi reyndist auðvelt að benda á að starfsfólk sendiráðsins
hefði mistúlkað skrif hans frá árinu 2006 um brottför bandarísks
herliðs frá Íslandi og ályktað út í bláinn út frá því. klykkti valur út
með því að segja að þetta væri „vitaskuld ekki í fyrsta sinn sem
bandaríska sendiráðið rangtúlkar stjórnmálaástandið hér“.81
Í skrifum um samskipti Íslands og Bandaríkjanna fyrr á árum hef-
ur því einmitt verið haldið fram að taka beri skýrslum erlendra sendi-
manna með varúð. „Diplómatar eru ekki alltaf sannsögult fólk; það
þekki ég af eigin raun,“ sagði stjórnmálamaðurinn Svavar Gestsson í
ævisögu sinni. „Sagnfræðingar eiga ekki að taka of mikið mark á
útlendum skjölum,“ sagði Matthías Johannessen, ritstjóri: „Þau eru
einatt skrifuð af mönnum sem bera lítið skynbragð á það sem þeir
fjalla um. Skilja ekki aðstæður.“82 Hættan á misskilningi og mistúlkun
er örugglega meiri á Íslandi en víða annars staðar vegna þess að þeir
sem hingað eru sendir til starfa fyrir heimaríkið kunna sjaldnast
íslensku. Auðvitað er þessi annmarki þó ekki bundinn við Íslands -
strendur. erlendir sagnfræðingar á sviði utanríkismála vara einatt við
því að menn hampi skjölum án þess að rýna af gaumgæfni í þau.83 Sú
guðni th. jóhannesson54
80 „Bjarni tjáir sig um leyniskjöl“, visir.is 4. desember 2010, http://www.visir.
is/bjarni-tjair-sig-um-leyniskjol/article/2010918639877. Sjá einnig „Wiki leaks:
Taldi Davíð ógna pólitískri framtíð sinni“, visir.is, 4. desember 2010, http://
www.visir.is/wikileaks—taldi-david-ogna-politiskri-framtid-sinni/article/
201010101092; Wikileaks. Watson (Reykjavík) til fjármála ráðu neytis, utanríkis -
ráðherra í Washington og fleiri, 16. nóvember 2009, 16:43.
81 valur Ingimundarson, „Pólitískur skáldskapur“, visir.is 6. desember 2010,
http://www.visir.is/politiskur-skaldskapur/article/2010284337662. Sjá einnig
WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fastafulltrúa hjá NATo og utanríkis -
ráðherra í Washington, 26. maí 2006, 18:06, https://wikileaks.org/plusd/
cables/06ReykJAvIk187_a.html.
82 Svavar Gestsson, Hreint út sagt. Sjálfsævisaga (Reykjavík: JPv 2012), bls. 321;
Dagbók Matthíasar Johannessens 4. apríl 1996, matthias.is, http://matthiasj.
squarespace.com/dagbok_1996_fyrsti_hluti/. Um mat á skýrsl um erlendra
sendimanna sjá einnig Þór Whitehead, „Lýðveldi og her stöðvar, 1941−1946“,
bls. 126−172, hér bls. 142−147.
83 Sjá t.d. Jonathan Haslam, „Collecting and Assembling Pieces of the Jigsaw:
Coping with Cold War Archives“, Cold War History 4:3 (2004), bls. 140–
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 54