Saga - 2014, Qupperneq 58
til að gera upp sakir við misvitra yfirboðara í London eins og forveri
hans, Andrew Gilchrist, gerði með bók sinni Þorskastríð og hvernig á að
tapa þeim.87 Slík bók gæti þó heitið Hrunið og hvernig gera má illt verra.
Gráglettni af því tagi vekur að lokum spurningar um tilgang
rannsókna, mat heimilda og aðgang. eins og sakir standa er því lík-
ast að við séum að þreifa okkur áfram um ranghala skjalasafna aust-
an hafs og vestan, stundum í blindni, stundum í skímu og aðeins á
stöku stað í fullri birtu. Bankahrunið, Wikileaks-skjölin og bresku
heimildirnar sem leynd hefur að nokkru verið létt af eru því ágætis
dæmi um þann vanda samtímasögunnar að mikilvæg gögn eru
oftar en ekki á huldu.
Samtímasaga vekur líka áleitnar spurningar um hlutlægni, til-
finningar og hagsmuni. „við þurfum að varast þá sagnfræði sem er
enn þrungin tilfinningum þeirra sem upplifðu atburðina,“ sagði
Fernand Braudel eitt sinn: „… Hún ber með sér reiði þeirra, drauma
og glámskyggni.“88 kannski er það að sumu leyti kostur að skjöl á
borð við þau sem hér hafa verið rædd séu hulin leynd um árabil, því
að öldur hefur lægt þegar þau koma að lokum fyrir almenningssjón-
ir. Bandaríski sagnfræðingurinn John Lewis Gaddis hefur líkt opnun
nýrra skjala við uppgötvun nýrrar heimsálfu þar sem fyrsta
upplifun manna víki smám saman fyrir betur ígrunduðum skoðun-
um.89 við rannsóknir á orsökum bankahrunsins á Íslandi má vera
að menn ætli sér að komast að ákveðinni niðurstöðu og freistist til
þess að líta á ný gögn í því ljósi. „kenningasmiðir finna yfirleitt það
guðni th. jóhannesson56
The impact of the failure of the Icelandic banks.“ HC-402, 4. apríl 2009,
http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200809/cmselect/cmtreasy/40
2/402.pdf, einkum bls. 45. Sjá einnig „Hryðjaverkalögum ekki beitt aftur“,
ruv.is 11. október 2010, http://www.ruv.is/node/136575; Friðrik Már Baldurs -
son og Richard Portes, „Gambling for resurrection in Iceland“, VOX 6. janúar
2014, http://www.voxeu.org/article/gambling-resurrection-iceland, bls. 19−
21 og 86.
87 Gilchrist var sendiherra Bretlands í Reykjavík þegar fyrsta þorskastríðið
blossaði upp 1958. Bók hans var gefin út á Íslandi 1977. Sjá Andrew Gilchrist,
Þorskastríð og hvernig á að tapa þeim. Jón o. edwald þýddi (Reykjavík: Almenna
bókafélagið 1977).
88 Sjá Roberto Franzosi, „A Sociologist Meets History. Critical Reflections upon
Practice“, Journal of Historical Sociology, 9:3 (1996), bls. 354−392, hér bls. 385.
89 John Lewis Gaddis, „on Starting All over Again. A Naïve Approach to the
Study of the Cold War“, Reviewing the Cold War. Approaches, Inter pretations,
Theory. Ritstj. odd Arne Westad (London: Cass 2000), bls. 27−42, hér bls. 38.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 56