Saga


Saga - 2014, Page 62

Saga - 2014, Page 62
Minni og minning heyra einstaklingnum til en verða jafnframt fyrir félagslegum áhrifum eins og nánar verður vikið að síðar. Frumkvöðull félagslegra minningarannsókna, Maurice Halbwachs, gekk skrefinu lengra og færði minningahugtakið yfir á hópa fólks og kallaði sameiginlega minningu. Hér verður fjallað um minnis- hugtakið frá þessu félagslega og menningarlega sjónarhorni. Sálfræðin og læknisfræðin sinna að jafnaði öðrum hliðum minnis og minninga, svo sem minnishæfileikanum, þó að þessar greinar hafi einnig ýmislegt til málanna að leggja sem á erindi í hug- og félags- vísindi og tæpt verður á hér á eftir. Að því skal gætt að hugtök og heiti í þessu efni eru með nokkuð öðrum hætti á íslensku en í sumum öðrum málum. Það sem kallað er á frönsku mémoire (e. memory, s. minne), einnig hið þýska Ge - dächtnis, hefur tvö heiti á íslensku, minni og minningu. Minni er tækið eða hæfileikinn til að muna en minning er það sem eftir stend- ur, misjafnlega varanlega, í huganum. (orðið minni getur einnig haft merkinguna minning en hún er bundin afmörkuðum samböndum og fremur sjaldgæf.) oft verður þess vart að fræðimenn hagnýta sér þessa tvöföldu merkingu í tungumáli sínu, láta hana skarast eða renna saman eða nota á víxl. Franskan hefur raunar orðið souvenir þegar greina skal minninguna sérstaklega og mætti kalla endurminn- ingu á íslensku og svipað gildir um hið þýska Erinnerung. Hér verða hugtökin minni og minning notuð jöfnum höndum þó að seinna hugtakið verði oftast haft um hönd. Þegar farið er í saumana á mál- efninu koma fleiri hugtök til sögunnar og meira verður greint í sundur. Lesandinn verður þó að lifa með því að lítið samkomulag er um skilning á grundvallarhugtökum þessa máls og er það hluti af „vanda og vegsemd“ minningafræðanna að fræðimenn takast á um merkingu, marka sér eigin skilning og búa til ný undirhugtök. Í þessari grein eru settar fram spurningar og leitað svara við þeim. Þær eru einkum eftirfarandi: Hvert er inntakið í þeim hugmyndum og kenningum sem• komið hafa fram á 20. öld um tengsl sögu og minninga og einkum þó „sameiginlegra minninga“? Hvernig hefur þessum hugtökum verið beitt í rannsókn-• um? Hver er gagnsemi og hverjar takmarkanir hugtaka um félags-• legt og menningarlegt minni af ýmsu tagi? þorsteinn helgason60 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.