Saga - 2014, Síða 70
stúlka þessa tilfinningu í lok ljóðs sem segja má að fjalli um félags-
lega minningu eða viðbótarminningu:
ekki segja
að ég hafi ekki verið með
þegar þið skemmtuð ykkur best
þegar allar sögurnar gerðust
ég var til
ég var með
ég man21
Fransk-breski mannfræðingurinn og sagnfræðingurinn Maurice
Bloch hefur rannsakað atburði sem áttu sér stað á Madagaskar árið
1947, þegar franskar hersveitir brenndu og eyddu þorp nokkurt í
skógum austarlega á eyjunni eftir að íbúarnir höfðu gert uppreisn.
Íbúarnir lifðu erfiðu flóttalífi í skógunum í áratug á eftir. Bloch fékk
að heyra sögu þeirra, fyrst hina hálfopinberu gerð hennar en síðan
opnuðust fyrir honum fleiri sögur, ólíkar og með ótal smáatriðum.
Bloch reynir að sameina sjónarmið mannfræði og sálfræði þegar
hann greinir einstaklingsminningu íbúanna og niðurstaða hans er í
nokkrum liðum. Hann ályktar að minning sé annað en frásögn, því
úr minningunni megi gera margar og ólíkar frásagnir eftir aðstæð -
um hverju sinni; minningin er með óljósu en oft ríkulegu innihaldi
og ósjaldan myndræn. Önnur ályktun Bloch mótaðist eftir ferð með
fjölskyldu helsta heimildamanns hans á flóttamannaslóðirnar árið
1995. Margir kunnu að segja frá ótal smáatriðum úr flóttalífinu, líka
þeir sem ekki voru fæddir á þeim tíma sem um var að ræða. Samt
sögðu allir frá sem þátttakendur, eins og þeir hefðu verið á staðnum:
„Þegar við vorum hér …“ Umhverfið hafði mikið að segja, landslag
og hlutir sem voru þarna enn og minntu á það sem gerðist. Af þessu
— og fræðilegum athugunum í sálfræði, mannfræði og skyldum
greinum — ályktar Maurice Bloch býsna djarflega:
þorsteinn helgason68
…það sem einkum studdi
álykt un mína var sú staðreynd
að allir, ungir sem gamlir,
minntust þess hverju staðirnir
líktust þar sem þeir földu sig.
Þetta var óræk sönnun þess að
sú fortíð sem einstaklingur hef-
ur ekki lifað sjálfur, hvort sem
…ce que m’apportait surtout le fait
que tous, jeunes et vieux, se rappe-
laient à quoi ressemblait l’endroit où
ils s’étaient cachés, c’était la preuve
éclatante qu’un passé que vous
n’avez pas personnellement vécu,
soit parce qu’il remonte à une date
antérieure à votre naissance, soit
21 Einkasafn. Sigrún Þorsteinsdóttir, „víst var ég með“.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 68