Saga - 2014, Síða 84
lofti um langt skeið.56 Gunnþórunn hefur m.a. ritað um vanda þess
að aðgreina kynslóðaminningar og falskar minningar, eins og fyrr
hefur verið vitnað til.57 Báðar nota þær ekki síður aðra kenningar-
ramma en minningafræði í greiningum sínum. Áhersla þeirra er á
svið einstaklingsminninga en síður á hinn „félagslega ramma“
minninganna, sem nær út fyrir einstaklinginn, eða þær minningar
sem ná til hins opinbera sviðs undir formerkjum sameiginlegra
minninga þó að hvoru tveggja séu gerð nokkur skil. Þá hefur Jón
karl Helgason sótt óspart til minningafræðanna enda skarast svið
hans og viðfangsefni mjög við sagnfræði. Hann hefur greint „fram-
haldslíf“ þekktra einstaklinga, svo sem Jónasar Hallgrímssonar og
Jóns Arasonar, lýsir arfi þeirra í formi beina og andlegra verka og
greinir átök um þennan arf.58
Minning og hlutgerð menning: menningarminning
eins og fram hefur komið hefur mörgum þótt hugmyndin um sam-
eiginlega minningu óþægilega þokukennd og lítt afmörkuð, einkum
þegar ekki er afdráttarlaust skorið milli hennar og einstaklings-
minningarinnar. Þýski minningafræðingurinn Jan Assmann, sem
jafnframt er sérfræðingur um fornegypska menningu, hefur átt mik-
inn þátt í að koma hlutunum á fastari grundvöll með skýrri hug-
takanotkun, þar sem menningarminni (þ. kulturelles Gedächtnis, e.
cultural memory) er í mikilvægu hlutverki, og hafa ýmsir fetað hans
slóð. Menningarminnið, í þess um skilningi, tilheyrir sameiginlega
minninu en er ákveðinn og af markaður hluti þess. Jan Assmann
greinir menningarminnið frá samskiptaminni (þ. kommunikatives
Gedächtnis, e. communicative memory59) en undir það flokkar hann
ýmis dagleg samskipti, „óform legt, daglegt minni“. Það minni er
laust í reipunum og nær ekki yfir fleiri en þá sem á lífi eru, u.þ.b.
þorsteinn helgason82
56 Daisy L. Neijmann, „Sem allur þungi heimsstyrjaldar lægi í skauti hennar.
Ástandskonur í fyrstu íslensku hernámssögunum“, Fléttur 3 (2014), bls. 196–
213.
57 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Blekking og minni“.
58 Sjá t.d. Jón karl Helgason, Ódáinsakur. Helgifesta þjóðardýrlinga (Reykjavík:
Sögufélag 2013).
59 Jón karl Helgason kallar þetta „miðlanlegt minni“ í „Stóri ódauðleikinn“, Ritið
13:1 (2013), bls. 83.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 82