Saga - 2014, Side 98
Útgefandi Sturlungu tekur vísuhlutann saman: „Fimm fleinveðrs
ullstakks boðar, eigi heppnir ok fullir vamma, hafa vaxit upp á ein -
um bœ.“ og merkingin er sögð vera: „Fimm bardagamenn, heldur
ógiftusamlegir og gallaðir, hafa vaxið upp á sama bæ.“34 Ég sé ekki
betur en að þeir Gíslssynir hafi getað talist „eigi heppnir“ hvort
heldur fyrir sjálfa sig eða aðra. Túlkun Finns Jónssonar bendir frem-
ur til óheppni þeirra bræðra fyrir sjálfa sig því að hann tekur ekki
saman sem mannkenningu „fleinveðrs ullstakks boðar“ heldur ein-
ungis „ullstaks [svo] boðar“ og telur að þeir séu sagðir „eigi hepnir
fleinveðrs“, „lidet heldige i kamp“.35
Loks virðast mér þrjú dæmi vitna um þá merkingu orðsins sem
mætti kallast happaveitull. eitt er í Háttatali Snorra Sturlusonar, 38.
erindi, og er síðari helmingur þess svona í útgáfu Finns Jónssonar:
svipa skipa sýjur hepnar
sǫmum þrǫmum í byr rǫmmum;
Haka skaka hrannir blǫkkum
hliðar; miðar und kjǫl niðri.
Hér mun vera talað um heppnar sýjur þar sem sýjur eru viðirnir í súð
skips og notaðar um skip sem hluti fyrir heild. „de heldige planker be -
væger de prægtige skibskanter fremad i den stærke bör“, endursegir
Finnur Jónsson.36 Í nýlegri edduútgáfu Heimis Pálssonar er farið
nær því að endursegja þá merkingu sem hér er stungið upp á að
telja rétta: „Gifturík skip skjóta byrðingum í hvössum byr.“37 en
heppin geta skip raunar varla verið með öðru móti en því að færa
höpp eigendum sínum eða áhöfn.
Síðan eru tvö dæmi í helgikvæðinu Leiðarvísan frá 12. öld. Síðari
hluti 14. erindis hljóðar svona þegar Finnur Jónsson hefur samræmt
orðmyndir og stafsetningu:
ok heimstýrir hári
heppinn, þás skóp, skepnu
þann setti dag, dróttinn,
dýrðar mildr til hvilðar.
gunnar karlsson96
34 Sturlunga saga. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján eldjárn
1 (Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946), bls. 262 og 588–589 (vísnaskýringar).
35 Den norsk-islandske Skjaldedigtning ved Finnur Jónsson. B. Rettet Tekst. II
(kaupmannahöfn: Gyldendal 1912–1915), bls. 58.
36 Den norsk-islandske Skjaldedigtning B II, bls. 71.
37 Snorri Sturluson, Uppsala-Edda. Uppsalahandritið DG 11 4to. Heimir Pálsson sá
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 96