Saga - 2014, Qupperneq 104
lesin séu lifandi svipmyndir frá öllum öldum Íslandssögunnar þar
sem finna má allt í senn: breyskleika og staðfestu, umburðarlyndi
og refsigleði.
Þegar Fjarri hlýju hjónasængur kom út voru útgefin íslensk sagn -
fræðirit um sögu kvenna ekki ýkja mörg og yfirlitsrit á því sviði telj-
andi á fingrum annarrar handar.7 Aðferðafræðilega er bókin blanda
af ýmsum helstu stefnum og straumum sagnfræðirannsókna á átt-
unda og níunda áratug 20. aldar og ber á þann hátt merki þessarar
löngu meðgöngu. Sjálf sagðist Inga Huld hafa nýtt rannsóknir „á
sviði lýðfræði, fjölskyldusögu og hugmyndasögu“8 en segja má að
félagssagan myndi þráð í gegnum allt verkið. Meginhugmyndin var
aftur á móti að fjalla um líf og sögu kvenna því sagnfræðin hafði, eins
og Inga Huld sagði í viðtali þegar bókin kom út, „til skamms tíma
snúist um völd, stjórnmál og stríð en ekki um hið eiginlega líf almúg-
ans og því síður kvenna.“9 Þannig er Fjarri hlýju hjónasængur fyrst og
fremst kvennasaga en þó má þar greina sterk áhrif frá kynja sögunni
sem hafði farið sigurför um heim femínískra fræða á áttunda áratugn-
um og var um 1990 farin að setja mark sitt á hugsun sumra íslenskra
kvennasögufræðinga. Þar var lögð meiri áhersla en áður á að greina
völd og valdatengsl kynjanna, sjálfsmyndir og ímyndir, orðræður um
hið kvenlega og karllega. Í Fjarri hlýju hjónasængur nýtir Inga Huld
rannsóknir og kenningar ýmissa fræðimanna, bæði íslenskra og
erlendra, til þess að ramma inn fortíðina, setja hugsanir og hegðun
einstaklinga í samhengi við tíðarandann hverju sinni svo hin óskiljan -
lega grimmd og refsigleði verði þó ekki nema ögn skiljanlegri.
Í bókinni er hefðbundinni tímalínu fylgt að mestu frá landnámi
til okkar daga. Þó er bókin á engan hátt stórsaga því hún fylgir að
öðru leyti ekki hefðbundnum áherslum eða efnisvali. Þetta er saga
fólks af holdi og blóði, almúgafólks sem horfið hefði í djúp sög -
unnar ef það hefði ekki misstigið sig siðferðislega og sumt endað líf
sitt í hylnum eða á höggstokknum. en þetta er einnig saga þeirra
valdamiklu, ekki aðeins sem gerenda í lagalegu tilliti heldur líka
sem brotamanna sem sluppu ekki undan refsivendi laganna. Þó var
það nú svo að konur urðu hér harðast úti og ekki hvað síst fyrir þá
sök að bera sönnun brotsins undir belti.
erla hulda og sigrún102
7 Lesa má um íslenskar kvennasögurannsóknir í Margrét Guðmundsdóttir,
„Landnám kvennasögunnar á Íslandi“.
8 Inga Huld Hákonardóttir, „Að villast rétta leið“, bls. 265.
9 „Ástir og örlög fólks eru efni í dramatík“, DV 2. desember 1992, bls. 16.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 102