Saga - 2014, Side 107
í evrópu frá öndverðu og til samtímans.15 Á Íslandi var aftur á móti
fátt um slík rit, eins og áður var vikið að og Margrét Guðmunds -
dóttir ræðir í áðurnefndri grein, en óhætt er að taka undir með
henni þegar hún segir að bók Ingu Huldar sé „eitt metnaðarfyllsta
sagnfræðiverk sem borið hefur fyrir augu landsmanna á síðustu
árum.“16 Þau fáu rit sem komu út um íslenska kvennasögu um þetta
leyti voru reyndar skrifuð af öðrum en akademískum sagnfræðing-
um, með öðrum orðum af konum sem flestar höfðu menntun í
sagnfræði en stóðu utan akademíunnar, háskólans. Um áhrif ann -
arra en svokallaðra akademískra sagnfræðinga á sagnritun þjóða
(og þá ekki síst kvennasögu) hefur nokkuð verið ritað erlendis hin
síðari ár. Bent hefur verið á áhrif þeirra á söguvitund almennings og
hve löng hefð sé fyrir því að konur skrifi utan akademíunnar,
þeirrar stofnunar sem þær voru svo lengi útilokaðar frá.17 Segja má
að Inga Huld skrifi inn í þessa hefð og að einhverju leyti hefur það
gefið henni frelsi til þess að skrifa „öðruvísi“ Íslandssögu sem átti
erindi við stóran lesendahóp en var þó um leið berskjaldaðri fyrir
gagnrýni innan úr akademíunni.
eftir útkomu Fjarri hlýju hjónasængur sneri Inga Huld sér að
nýjum verkefnum. Hún varð sérstakur kvennasöguritstjóri Kristni á
Íslandi, sem skrifuð var og gefin út í tilefni af 1000 ára afmæli kristni
í landinu. Sú tilhögun endurspeglar að sumu leyti vandræði fræð -
anna gagnvart sögu kvenna og því hvernig eigi að skrifa þær inn í
söguna. Fyrir utan kafla í meginritinu sjálfu varð afraksturinn
merkilegt greinasafn, Konur og kristsmenn. Þættir úr kristnisögu Ís -
lands (1996), sem Inga Huld ritstýrði. Þar skrifa fræðimenn af ýms -
um sviðum um ýmislegt sem snerti konur, kirkju og trúarlíf fyrr á
öldum. Þótt greinahöfundum og efnistökum þeirra sé hrósað í rit-
hugleiðing um bókina fjarri hlýju … 105
15 Um þróun kvennasögurannsókna í evrópsku og amerísku samhengi sjá t.d.
Sigríður Matthíasdóttir, „Aðferðir og kenningar kynjasögunnar: þróun og
framtíðarsýn“, 2. íslenska söguþingið 2002. Ráðstefnurit I. Ritstj. erla Hulda
Halldórsdóttir. (Reykjavík: Sagnfræðistofnum, Sagnfræðingafélag Íslands og
Sögufélag 2002) bls. 32–42.
16 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi“, Saga XXXIII
(2000), bls. 238.
17 Sjá t.d. „Multiple Histories? Changing Perspective on Modern Historio -
graphy“, Gendering Historiography. Beyond National Canons. Ritstj. Angelika
epple og Angelika Schaser (Frankfurt/New york: Campus verlag 2006), bls.
7–23. einnig í sama riti Maria Grever, „Fear of Plurality: Historical Culture and
Historiographical Canonization in Western europe“, bls. 45–62.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 105