Saga - 2014, Side 111
Andmæli við doktorsvörn
Sigurgeirs Guðjónssonar
Föstudaginn 25. október 2013 varði Sigurgeir Guðjónsson doktorsritgerð
sína í sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Sigurgeirs ber heitið
Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala. And -
mælendur í doktorsvörninni voru Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla Íslands, og Jörgen Pind, prófessor í sálfræði við sama skóla. Leið -
beinandi Sigurgeirs var Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við
Háskóla Íslands, en í doktorsnefnd sátu auk hans Ólöf Garðarsdóttir, pró-
fessor við Menntavísindasvið, og Óttar Guðmundsson geðlæknir. Hér á eftir
fara andmælaræður þeirra Más og Jörgens.
már jónsson
Andleg vanheilsa hefur verið áberandi í opinberri umræðu á síðustu miss-
erum. Haustið 2013 var til að mynda safnað fé fyrir geðgjörgæsludeild á
Landspítala og auglýsingar birtust á öllum fjölmiðlum. Í dagblöðum birtust
opnuviðtöl ýmist við geðveika, aðstandendur geðveikra eða fórnarlömb
geðsjúklinga, að þeim ógleymdum sem einhverjir hafa sagt að væru geð -
veikir en kannast ekki við það. Í fréttum er iðulega sagt frá mönnum sem
sitja í fangelsi en ættu að vera á sérstakri öryggisdeild fyrir geðsjúka. Rætt
er um meðferðarúrræði fyrir unglinga sem ekki ráða við sig, lýst er ótta við
að þjónusta við ofvirk börn verði skorin niður, fullorðið fólk sem er ofvirkt
fær enga aðstoð, engar forvarnir eru við sjálfsvígum, geðlyf eru ofnotuð, for-
dómar gegnsýra samfélagið og útskúfun er algeng. Gert er ráð fyrir því að
í velferðarríkjum eins og Íslandi búi nú um stundir um það bil einn af hverj-
um sextán fullorðnum við einhverja geðröskun — sem þýðir 20 þúsund
Íslendingar. Í því ljósi verður það úrlausnarefni sem Guðmundur Björnsson
héraðslæknir í Reykjavík skilgreindi árið 1896 heldur léttvægt: „hér eru
eitthvað 90 fábjánar og rúmir 120 vitfirringar á víð og dreif um landið. Þessir
aumingjar eru til hörmungar fyrir alla, sem um þá eiga að sjá og kosta sveitar -
félögin stórfé á hverju ári, líklega fullt eins mikið eins og ef þeim væri öllum
safnað saman í sérstakan bústað, eins og tíðkast í öðrum löndum.“ Þessi
Saga LII:2 (2014), bls. 109–145.
A N D M Æ L I
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 109