Saga


Saga - 2014, Qupperneq 117

Saga - 2014, Qupperneq 117
niður undir sjó undir barði, þá nær því örend og dó á leiðinni heim. Hún hafði áður verið geðveik, og sýnt sig í því, að vilja fyrirfara sér. Heyrst hefir að maður í Skagafirði kallaður Floga-Björn, hafi ætlað að bíta stúlku á bark- ann, en ekki getað það, og þá bitið af henni nefið“. Sitthvað af óprentuðu efni mætti líka nefna og verður sýnishorn úr einu annálshandriti látið duga, nefnilega Lbs. 635 4to, annál Halldórs Pálssonar, bónda á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum, yfir árin 1773–1858, þar sem segir af geðsjúkri konu í færslu ársins 1849: „Það bar til undanfarinn vetur að örla tók á æði og vitfirring giftrar konu Guðrúnar Ásmundsdóttur er átti þá Gísla Guðmundsson, og bjuggu á Hóli í Norðurárdal. var hún fyrst með miklu fljótræði og ásmælgi, loksins þegar hún gat ei lengur stjórnað búinu með so brjálaðri ráðdeild skemmdalaust var hún látin um veturinn að Brekku til valda bónda þar, innilokuð í kamersi nótt og dag, síðan þar nokkru eftir flutt þaðan og hýstu hana þá vissan tíma færustu sveitarmenn. ekki var mikið um viðleitni lækna við hana. Fór so fram þar til hún fluttist að Þingnesi til systur hennar Guðrúnar Ásmundsdóttur og manns hennar Jóhanns, er hún þar síðan í sama bága tilstandi, hvað óráð snertir“ (bls. 112). Guðrún var 49 ára og hét systir hennar líka Guðrún, þremur árum eldri. Þau Gísli áttu þrjú börn á lífi þegar þetta gerðist, 10 ára, 16 ára og 17 ára. Árið 1850 hafði Guðrúnu yngri verið komið fyrir í Sveinatungu, og tekið er fram í manntali það ár að hún hafi verið vitskert í tvö ár. Hún lést 1. mars 1859. Iv Þetta er í sjálfu sér ekkert sem doktorsefni þarf að svara. Aldrei er hægt að komast að öllu um svo víðfeðmt viðfangsefni, því til er urmull texta sem varða aðstæður geðsjúkra, en auðvitað hefði verið rétt að leita aðeins betur. Ritgerðin er líka í styttra lagi, réttar 220 blaðsíður. Miðað við kannski 350 orð á hverri blaðsíðu nær hún þó lágmarkslengd samkvæmt reglum Hug - vísindasviðs um meistara- og doktorsnám frá 7. janúar 2011, sem er 75 þúsund orð. Hún hefði samt þurft að vera lengri, því umfjöllun um miðlæg atriði er ófullnægjandi. Ég nefni tvö: a) vistun geðsjúklinga á spítölum í Reykjavík og á Akureyri eftir miðja 19. öld er ekki tekin nógu föstum tökum. Um vistun geðsjúklinga á spítala í Reykjavík eftir 1866 eru sögð vera „nokkur dæmi“ (bls. 61). Síðar er þess getið að skýrslur hafi verið birtar í Þjóðólfi og Ísafold sem sýni „að geðveikir sjúklingar voru vistaðir á spítalanum“ frá hausti 1868 til ársloka 1889 (bls. 142). Úrvinnslu vantar og sætir furðu miðað við talnagleði doktorsefnis í úrvinnslu manntala. Hvað var þetta margt fólk? er hægt að sjá skiptingu á kyn eða hvaðan sjúklingarnir komu og hvernig þeim reiddi af? Skýrslurnar í Þjóðólfi 1868–1879 leyfa ekkert af þessu, svo mikið er víst. Sundurliðað er eftir þjóðerni, síðan kynferði og loks sjúkdómum, en sínu í hverju lagi, og ekki er hægt, til dæmis, að sjá hvors kyns geðsjúklingar voru: andmæli 115 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.