Saga


Saga - 2014, Page 122

Saga - 2014, Page 122
um orðum að áreiðanleika manntalsvefjarins fyrir árin 1901 til 1910? Hér hefði óneitanlega verið gagnlegt að hafa einhver töluleg gögn til að byggja á því sú staðhæfing að skrárnar hafi „reynst áreiðanlegar“ er óljós. Árið 1845 var skylt að skrá geðveika sérstaklega í manntali. Sú skylda féll niður á árabilinu 1850 til 1870 (fjögur manntöl) en sá siður er svo tekinn upp að nýju 1880 og fram til 1910. eðlilega fækkar mjög þeim sem taldir eru geðsjúkir á árunum 1850 til 1870, auk þess sem skrásetjarar hafa á þeim árum frjálsari hendur um val á orðum til að lýsa ástandi hinna geðveiku sem fá nánast að fljóta með í athugasemdum. Dæmi um orð sem skrásetjarar velja yfir geðsjúka á þessum árum eru „brjálaður“, „ekki með fullu ráði“, „vitskert- ur“, „skertur á sönsum“ auk annarra. en nú bregður svo við að ósamræmi er í tveimur töflum í ritgerðinni, því samkvæmt töflu 2.1 á bls. 29 fá 26 einstak- lingar slíkar einkunnir árið 1855, 22 árið 1860 en aðeins fimm árið 1870. en í töflu 2.2, sem sýnir fjölda geðveikra á árabilinu frá 1845 til 1910, eru 27 taldir geðveikir árið 1855 (sem sagt einum fleiri en samkvæmt fyrri töflunni) og 1860 eru þeir sagðir 26 (en ekki 22 eins og í fyrri töflunni). Töflunum ber hins vegar saman um fimm geðveika árið 1870. Þetta eru ekki stórkostleg frávik og kannski hefur lesanda yfirsést eitthvað hér? Í neðanmálsgrein 27 segir: „Óþarft er að láta stöðluðu heitin fylgja í töflunni þar sem þau voru notuð í yfirgnæfandi fjölda tilfella í viðkomandi manntali.“ eru það þau sem skýra þessi frávik? Þetta er ekki alveg ljóst í huga lesandans. eitt sýnist þó vera klárt ósamræmi. Í töflu 2.2 á bls. 31 segir að árið 1850 hafi 1,5 af þúsund talist geðveikir og árið 1910 2,3 af þúsund. Í töflu 2.4 á bls. 34 eru þessar tölur hins vegar 1,4 af þúsund fyrir árið 1850 og 2,1 af þúsund fyrir árið 1910. Höfundi verður nokkuð tíðrætt um kynjamun í manntölum, sjá töflu 2.7 á blaðsíðu 41. Þar kemur fram að öll manntalsárin eru fleiri konur taldar geðveikar en karlar og að sögn höfundar virðist kynjamunur heldur aukast eftir því sem líður nær lokum 19. aldar og að upphafi þeirrar tuttugustu. Á bls. 40 skrifar höfundur: Um og eftir miðja 19. öld breyttust hugmyndir um geðsjúkdóma, nýjar greiningar komu fram sem var sérstaklega beint að konum. Þessar hug- myndir náðu til Íslands og er áberandi hve margar konur voru taldar með hysteriu (móðursýki) í ársskýrslum héraðslækna til landlæknis á seinni áratugum 19. aldar og líklega voru margar þeirra taldar geðveik- ar eins og taflan sýnir. Hnykkt er á þessari staðhæfingu á bls. 82 þar sem segir að „skýringu á þess- ari breytingu [þ.e. á fjölgun geðsjúkra meðal kvenna] má rekja til nýrra hug- mynda um hysteriu.“ og á bls. 115 segir enn fremur: Fjölgun geðveikra kvenna í manntölunum árin 1880, 1890 og 1901 stafar líklega af því að konur með hysteriu voru taldar geðveikar í manntölunum en farið var að greina hysteriu hjá konum í meira mæli en áður. Það var misjafnt hve margar konur héraðslæknar greindu með andmæli120 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.