Saga - 2014, Page 126
að landsmenn voru ekki áfjáðir í að þiggja gjöf Schierbecks. Loks leikur
manni forvitni á að vita hvað varð um Christian Schierbeck eftir að hann
dró tilboð sitt tilbaka. en hann hverfur úr sögunni jafn óskiljanlega og hann
birtist í henni í upphafi.
Iv
Doktorsefni fjallar nokkuð um það sjónarhorn sem hann leggur til grund-
vallar ritgerðinni. Í því sambandi gerir hann greinarmun á ólíkum
túlkunum í sögu geðlæknisfræðinnar. Í fyrsta lagi nefnir hann söguskilning
sem nefndur er „Whig history“, en hugtakið mun ættað frá breska sagn -
fræðingnum Herbert Butterfield. Samkvæmt þessum skilningi er sögunni
lýst sem stöðugri framför, innan geðlæknisfræðinnar þá sem sigurgöngu
vísinda sem smám saman leysir af hólmi hindurvitni og hjátrú. Í öðru lagi
er sjónarmið endurskoðunarsinna, þeirra sem líta svo á að saga geðlækn -
inga snúist um kúgun og innilokun þeirra sem eru á einhvern hátt óþægi-
legir þjóðfélagslimir. Þekkt dæmi um þann söguskilning er verk franska
heimspekingsins Michel Foucault, Histoire de la folie á l’age classique. Loks er
það sjónarhorn síðendurskoðunarsinna, sem er einhvers konar empírísk
sögutúlkun byggð á rækilegri könnun frumheimilda um aðstæður geð -
sjúkra og samskipti við umhverfi þeirra. Doktorsefnið leggur áherslu á að
hans sjónarmið sé sjónarmið síðendurskoðunarsinna, að ritgerðin sé steypt
í það mót. Framfarahugsunin er þó nokkuð fyrirferðamikil í allri ritgerðinni
þar sem þróunin í geðsjúkrasögunni stefnir eins og að einu marki, opnun
geðspítalans á kleppi. Ætli ritgerðin hefði orðið mjög ólík ef höfundur hefði
beinlínis sett sér að skrifa „Whig-history“ um sögu geðsjúkra á Íslandi?
v
Að lokum vil ég nefna eitt smáatriði. Höfundur fjallar nokkuð um alþýðu -
skýringar á geðsjúkdómum, skýringar sem rekja geðveiki til óendurgold-
innar ástar, heitrofa eða yfirþyrmandi fátæktar og bjargarleysis svo nokkur
dæmi séu nefnd. Þá er enn ein skýring nefnd til sögunnar, sú sem heitir að
„lesa yfir sig“ og kemur fyrir á nokkrum stöðum í ritgerðinni. og líklega
munu flestir Íslendingar kannast við frasann um að þessi eða hinn hafi
„lesið yfir sig“, með alvarlegum afleiðingum fyrir andlega heilsu viðkom-
andi. Það er kannski ástæða til að velta þessu ögn fyrir sér við doktorsvörn
í virðulegum Hátíðarsal Háskóla Íslands, þeirrar stofnunar sem á það
kannski til að ýta nemendum sínum út í að lesa yfir sig!
Það sem vekur forvitni andmælanda er að stundum virðist eins og þetta
sé einhver séríslensk skýring á sinnisveiki. ekki það að sjúkdómasögur úr
erlendum heimildum nefni ekki dæmi af sjúklingum sem hafi sokkið í bæk-
andmæli124
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 124